Kjúklingabaunapottréttur með indversku ívafi

Indverski bragðheimurinn er alveg ótrúlegur. Þar finnur maður sætt í bland við kryddað í bland við þungt í bland við létt og allt blandast saman í einhvers konar töfrasprengingu í munninum! Þó ég sé ekki alveg útlærð í indverskum fræðum þá á ég samt nokkra lykilrétti í bakhöndinni sem nýta þennan dásamlega heim, og þar … Meira Kjúklingabaunapottréttur með indversku ívafi

Pönnukökusunnudagur til sælu

Fyrst eftir að ég flutti til Danmerkur og við bjuggum í pínulítilli kollegí íbúð á stærð við baðmottu hlustuðum við nokkuð oft á Jack Johnson, allavega minnir tónlistin hans mig alltaf á þennan tíma! Eitt af krúttlegu lögunum hans heitir Banana Pancakes og inniheldur þennan textabút: Like wakin’ up too early maybe we could sleep … Meira Pönnukökusunnudagur til sælu

Sítruskollur

Það er eitthvað við orðskrípið ‘bollakökur’ sem fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér! Mér finnst það óþjált og eiginlega bara með hallærislegustu beinþýðingum sem hafa troðið sér inn í íslenskt mál. Sem betur fer á ég vini sem er annt um málið og komu mér til bjargar þegar ég lýsti eftir betri þýðingu á … Meira Sítruskollur