Linsubaunapottréttur

Lentils-7189Ég er ofboðslega hrifin af baunum og grænmetisréttum hvers konar og eins gott, því ég borða ekki rautt kjöt. Það er engin samviskuástæða þar að baki, ég bara þoli það illa og kýs því að borða það ekki. Til að friðþægja kjötætuna sem ég bý með er langoftast kjúklingur í matinn hérna heima (hann fær rautt kjöt í hádeginu í vinnunni) en af og til verð ég þreytt á kjúklingnum og hef grænmetisrétt í matinn. Málamiðlunin við kjötætuna er þannig að hann fær ekta danskar karbonader (kjötbollur) og hefur grænmetið sem meðlæti. Allir vinna!

Í gær var grænmetisdagur og ég ákvað að skella í einfaldan pottrétt sem tekur um 30 mínútur að undirbúa og elda.

Linsubaunapottréttur

– fyrir 2-3
1 lítill laukur
2 hvítlauksrif
1/2 rauð paprika
2-3 gulrætur
1/2 brokkólíhaus
2-3 lúkur spínat (má vera frosið)
1 dl hrísgrjón (má vera brún grjón, bulgur eða annað sambærilegt)
2 dl grænar linsur
1 dós hakkaðir tómatar
4-6 dl vatn

Krydd:
3 tsk paprikuduft
2 tsk oregano
1 tsk basil
1 tsk majoram
1/2 tsk timjan
1/2 tsk svartur pipar
1 kjúklinga- eða grænmetisteningur
salt eftir smekk

Aðferð

  1. Skerið grænmetið í þá stærð sem þið viljið hafa það.
  2. Steikið lauk, hvítlauk og papriku í olíu í góðum potti (á ekki að brúnast).
  3. Bætið kryddinu (nema salti) út í pottinn, ef ferskt spínat er notað er það sett útí núna og látið mýkjast (ef það er notað frosið fer það útí með vökvanum).
  4. Bætið gulrótum, brokkólí, hrísgrjónum og linsum útí og hrærið allt saman.
  5. Hellið hökkuðu tómötum og 4 dl af vatni útí pottinn (og spínatinu, sé notað frosið).
  6. Látið sjóða við lágan hita undir loki í 20-25 mínútur, eða þar til hrísgrjónin eru soðin og linsurnar mjúkar. Hrærið í af og til og bætið við meira vatni ef þess þarf.
  7. Smakkið til með salti og pipar undir lokin.

Tips og trikk

Berið e.t.v. fram með góðu salati og slettu af sýrðum rjóma.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s