Kjúklingabaunapottréttur með indversku ívafi

Indverski bragðheimurinn er alveg ótrúlegur. Þar finnur maður sætt í bland við kryddað í bland við þungt í bland við létt og allt blandast saman í einhvers konar töfrasprengingu í munninum! Þó ég sé ekki alveg útlærð í indverskum fræðum þá á ég samt nokkra lykilrétti í bakhöndinni sem nýta þennan dásamlega heim, og þar á meðal er þessi kjúklingabaunapottréttur.

Þessi einfaldi réttur er einn af þeim sem ég gríp til þegar mig langar í eitthvað einfalt, bragðgott og næringarríkt og meira að segja kjötætan mín segir að þetta sé með því betra sem við borðum, það er sko hrós! Ég er reyndar svo heppin að kjötætan borðar meira og minna það sem sett er á borð fyrir hann svo ég fæ að haga matargerð heimilisins ansi mikið eftir mínu höfði, sem betur fer, ég er nokkuð viss um að það er eitt af því sem heldur sambandinu gangandi!

Kjúklingabaunaréttur með indversku ívafi
Kjúklingabaunaréttur með indversku ívafi

Kjúklingabaunapottréttur með indversku ívafi
– fyrir 2

1/2 laukur
1 hvítlauksrif
1 1/2 tsk garam masala
1/2 tsk cumin (broddkúmen)
1/2 tsk paprikuduft
klípa af kanil
1 dós kjúklingabaunir (um 230 g baunir)
2-3 lúkur ferskt spínat (má líka nota frosið)
1 dós hakkaðir tómatar (ca. 400 g)
salt eftir smekk

Aðferð

  1. Laukurinn skorinn í sneiðar og hvítlaukurinn í litla bita og látið mýkjast í smá olíu.
  2. Garam masala, cumin, paprikudufti og kanil hrært útí (dragið djúpt andann eftir þetta skref og njótið ilmsins!).
  3. Kjúklingabaununum bætt útí, hrærið vel svo krydduð olían þeki þær.
  4. Spínatið sett útí og hrært þar til það mýkist (ef notað er frosið er það sett útí á eftir tómötunum)
  5. Hellið tómötunum yfir, hrærið vel (setjið spínatið í ef notað er frosið) og látið sjóða undir loki í 10-15 mínútur.
  6. Hrærið í af og til og smakkið til með salti í lokin.

Tips og trikk

  • Þegar ég er með grænmetisrétti nota ég bulgur frekar en hrísgrjón sem meðlæti þar sem bulgur er bæði próteinríkara og kolvetnissnauðara en bæði venjuleg og brún hrísgrjón.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s