Bolludagsbomban

Bolludagurinn nálgast. Danir eru með aðeins aðra nálgun á þennan dag en við Íslendingar, því þó bolludagsátið sé farið að læða sér aðeins framar í dagatalið á Íslandi eru íslenskir bakarar ekki með tærnar þar sem markaðsframsæknir kollegar þeirra í Danmörku eru með hælana. Hér var nefnilega byrjað að selja fastelavnsboller í öllum verslunum í janúar, ekkert verið að tvínóna við hlutina. Vinsælustu bollurnar smjördeigsbollur með vanillufyllingu og glassúr, hver veit nema ég leggi í að baka svoleiðis einhvern tíma en í ár ákvað ég samt að gera bara venjulegar vatnsdeigsbollur. Með smá tvisti. Eiginlega tveimur tvistum!

Í fyrsta lagi gerði ég súkkulaðivatnsdeig. Í öðru lagi gerði ég köku; algjöra bolludagsbombu sem sómir sér vel á hvaða bolludagsborði sem er. Vindum okkur í þetta!

Bolludagsbomban
Bolludagsbomban

Bolludagsbomba með Nutella-mús og karamellu

vatnsdeigsbotnar
2,5 dl vatn
120 g smjör
160 g hveiti
1 msk kakó
1/4 tsk lyftiduft
klípa af salti
4 egg

aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Hitið vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðnað og suða komin upp.
 3. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við smjörvatnið þangað til deigið losnar frá hliðunum.
 4. Látið standa aðeins og kólna.
 5. Brjótið þvínæst eggin útí, eitt í einu og hrærið duglega á milli.
 6. Smyrjið 1/3 af deiginu í þunnan rétthyrning á smjörpappír. Þetta er botn kökunnar.
 7. Setjið Restina af deiginu í sprautupoka með breiðum stút og sprautið í alls konar krúsídúllum í rétthyrning af sömu stærð, þó ekki of þykkt. Þetta er toppur kökunnar.
 8. Bakið á tveimur plötum í 30-40 mínútur með blæstri. Ef ekki er blástur, bakið þá í sitthvoru lagi og hækkið í 210°C.
 9. Kælið.

Nutella-mús
2 ríflegar msk Nutella
2 msk vatn
15 g smjör
3,5 dl rjómi

aðferð

 1. Setjið Nutella, vatn og smjör í skál og bræðið saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði (gætið þess að hafa skálina ekki of lengi í örbylgjunni, 30-40 sekúndur ætti að duga).
 2. Hrærið þar til allt er blandað saman og látið standa í smástund og kólna.
 3. Þeytið rjómann þar til hann er stífur og ‘foldið’ ca. 1/3 af honum saman við Nutella blönduna.
 4. ‘Foldið’ restinni saman þar til vel blandað.

karamella
1 dl rjómi
1 msk dökkt sýróp
3/4 dl sykur
1/2 tsk vanilludropar

aðferð

 1. Allt hitað saman í potti og látið sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í pottinum á meðan.
 2. Kælið áður en sett á kökuna (ekki í ísskáp).
 3. Ef karamellan er of þunn þegar hún er farin að kólna má hita hana aftur og láta sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar.

Allt sett saman:
Smyrjið góðri sultu á botnlagið, hellið því næst Nutella-músinni yfir og sléttið. Setjið toppinn á, látið karamelluna leka af sleif yfir kökuna, þekið með jarðarberjum eða hindberjum og stráið flórsykri yfir. Ég mæli með því að skera hana með vel tenntum brauðhníf.

Tips og trikk

 • Það má að sjálfsögðu fylla kökuna með hverju því sem ykkur finnst best, en Nutella-músin er guðdómlega góð! Ég mæli með hindberjasultu með.
Auglýsingar

2 athugasemdir við “Bolludagsbomban

 1. Þetta lítur syndsamlega vel út! En ég verð samt að spyrja, hvað þýðir að „folda“ eins og þú lýsir í Nutella-músinni? Er það að hæra?

  1. Takk Guðný, þetta er líka hrikalega góð kaka og skemmtilega öðruvísi ef maður ætlar að bjóða í bolludagskaffi!

   Ég veit ekki hvort það er til eitthvað íslenskt hugtak yfir ‘folding’, en það er aðferð sem er notuð þegar það þarf að hræra eitthvað loftkennt, eins og t.d. þeyttan rjóma eða eggjahvítur samanvið eitthvað annað. Ef þetta er hrært saman með sleif eða ekki farið nógu varlega er hætt við að maður hræri loftið úr og blandan falli og verði slepjuleg, það viljum við ekki!

   Hér er myndband sem sýnir ágætlega hvernig er best að fara að þessu, það er alltaf best að nota breiða sleikju og fara rólega 🙂

   Verði þér að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s