Rauð linsusúpa með reyktri papriku

Linsubaunasúpa
Linsubaunasúpa

Stundum rekst maður á eitthvað spennandi úti í búð og kaupir það, án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað maður ætlar að gera við það. Þannig var það akkúrat með staukinn af reyktri papriku sem situr í kryddhillunni minni en ég er svo ánægð með að eiga hann, því reykt paprika leikur einmitt aðalhlutverkið í uppskrift dagsins.

Linsubaunir eru eitt það besta sem grænmetiskokkurinn getur átt í skápunum, þær er hægt að nota í súpur, salöt, pottrétti, buff, sem uppfyllingu í kjötrétti og nokkurn vegin hvað sem manni dettur í hug! Það eru til nokkrar tegundir af linsum og þær taka á sig ólíka áferð við eldun. Því er það alltaf best að fara eftir því sem stendur í uppskriftinni og reyna ekki að skipta rauðum út fyrir t.d. grænar. Í þessa uppskrift eru notaðar rauðar linsur sem maukast við suðu og eru því frekar vonlausar til að nota í rétti sem þurfa heilar baunir en þeim mun betri í pottrétti og þykkar súpur. Eins og þessa..

Þar sem það er nú sprengidagur fannst mér nefnilega við hæfi að gera baunasúpu, þó hún hafi hvorki verið með ‘réttum’ baunum né saltkjöti. Nei, bara dásamleg linsubaunasúpa; saðsöm og sérstök. Það tekur smá tíma að gera þessa almennilega en hún er sko þess virði!

Linsubaunasúpa með reyktri papriku

1 laukur, meðalstór
2 hvítlauksrif
1 grænn chilipipar (fræhreinsaður)
1-2 tsk tómatkraftur
1/2 tsk salt
2 tsk reykt paprika
1 tsk cumin
1 tsk timjan
3 gulrætur
400 ml hakkaðir tómatar
1 l kjúklinga- eða grænmetissoð (eða 1 l vatn og 1 kjúklinga- eða grænmetisteningur)
2 1/2 dl rauðar linsubaunir

Aðferð

  1. Laukur, hvítlaukur og chili skorið í grófa bita og hitað í botnfylli af olíu í góðum súpupotti.
  2. Tómatkraftur og krydd hrært útí pottinn og látið hitna aðeins saman.
  3. Gulræturnar skornar í ca. 1 cm bita og bætt útí pottinn ásamt hökkuðu tómötunum.
  4. Látið sjóða undir loki á lágum hita þar til gulræturnar eru soðnar í gegn (ca. 15 mínútur).
  5. Þegar gulræturnar eru mjúkar er allt maukað með töfrasprota eða  í matvinnsluvél. (Þennan hluta má gera fyrirfram og geyma í 1-2 sólarhringa til að spara tíma).
  6. Soði og linsubaunum bætt síðast útí og látið sjóða undir loki í 15-20 mínútur, eða þar til linsurnar eru mjúkar. Hrærið í af og til.

Súpan er mjög góð ein og sér en ennþá betri með cheddar osti, slettu af sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

Full uppskrift af súpunni inniheldur innan við 1000 kkal svo það er hægt að fá sér aftur á diskinn án nokkurs samviskubits!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s