Millimálasnakk

Ristaðar kjúklingabaunir
Ristaðar kjúklingabaunir

Ég er ekki talsmaður neins sérstaks lífsstíls þegar kemur að mataræði, nema ef það kallast lífstíll að finnast kjúklingabaunir vera æði! Þær eru nefnilega uppfullar af hollum trefjum, próteini, járni og vítamínum og hafa jákvæð áhrif á hjartastarfsemi og blóðfitu, eða svo hef ég allavega lesið í áreiðanlegum heimildum!

Það eiga örugglega eftir að birtast nokkuð margar kjúklingabaunauppskriftir hérna en kjúklingabaunir eru ekki bara góðar sem aðalréttur og meðlæti, þær eru líka fínt millimálasnakk.

Síðast þegar ég eldaði kjúklingabaunir sauð ég meira magn en ég notaði í pottréttinn svo ég átti dágóðan slatta í afgang. Það var algjörlega með vilja og ráðum gert því ég hafði hugsað mér að rista þær og eiga til að narta í út vikuna. Ótrúlega einfalt og gott!

Ristaðar kjúklingabaunir

200 g soðnar kjúklingabaunir
1 1/2 msk olía (þó ekki ólífuolía)
1 tsk sesamolía
1 tsk paprikuduft
1/2 tsk cumin
1/2 tsk salt

aðferð

  1. Kveikið á ofninum og setjið á grillstillingu.
  2. Setjið baunir, olíur og krydd í ílát sem hægt er að loka.
  3. Lokið ílátinu og hristið létt svo krydd og olía þeki allar baunirnar.
  4. Hellið baununum í eldfast mót sem er nógu stórt til að þær séu í einu lagi á botni þess.
  5. Setjið mótið í miðjan ofninn í 10-15 mínútur. Hrærið aðeins í baununum eftir ca. 5 mínútur og fylgist vel með þeim þegar 10 mínútur eru liðnar, passið að þær brenni ekki.
  6. Kælið baunirnar og geymið í lokuðu íláti.

Í 50 g af ristuðum baunum eru 130 kkal; fín orka til að komast yfir smásultinn! Svo má líka nota þær í salöt og ýmis konar kalda rétti og það er líka um að gera að prófa sig áfram með krydd og bragðefni, það er endalaust hægt að leika sér með kjúklingabaunir..

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s