Lime-marineraðar kjúklingabringur

Lime kjúklingur með hrísgrjónum og baunasalati
Lime kjúklingur með hrísgrjónum og baunasalati

Það er eiginlega ekki hægt að tala um að það hafi verið vetur hérna hjá okkur, það snjóaði í heila tvo daga í janúar en annars hefur hitinn verið á bilinu 5-10°C og ilmur af vori í lofti. Eftir að hafa lifað við þetta frá því sirka í nóvember verð ég að viðurkenna að mig er farið að lengja aðeins eftir alvöru vori og sumri.

Í dag fór ég út í hlaupatúrinn minn í sól og blíðu og var í svo miklu sólarskapi þegar ég kom heim að ég ákvað að marinera kjúklingabringur dagsins í uppáhalds sumar-grillmarineringunni minni, þó svo að þær hafi nú bara farið í ofninn, ekki á grillið. Fínt forskot á sumarið!

Lime-marineraðar kjúklingabringur

4 msk olía
safi úr 1/2 lime
1-2 hvítlauksrif
1/4 tsk cayenne pipar
1 tsk þurrkað basil
1 tsk þurrkað timian
salt og pipar eftir smekk
2 kjúklingabringur

aðferð

  1. Hrærið olíu, limesafa, hvítlauk og kryddum saman.
  2. Setjið bringurnar í skál eða djúpan disk og hellið marineringunni yfir.
  3. Látið standa í ísskáp í minnst 1 klst, helst 4-5.
  4. Hitið ofninn í 190°C.
  5. Setjið bringurnar í eldfast mót (takið þær upp úr marineringunni, ekki hella henni með í mótið) og komið því fyrir á grind í miðjum ofni.
  6. Snúið bringunum eftir ca. 15 mínútur og aftur eftir 10 mínútur til viðbótar.
  7. Kveikið á grillinu í ofninum eftir næstu 5 mínútur og leyfið bringunum að brúnast aðeins.

Ég átti cheddar ost í ísskápnum sem ég setti ofan á bringurnar síðustu fimm mínúturnar eins og sést á myndinni, gefur smá aukabragð og passar dásamlega vel með.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s