Bakaður lax með dukkah

Dukkah
Dukkah

Þegar ég var að róta í bakstursskúffunni minni til að finna til hnetur og annað fyrir lúxus hnetukökuna tók ég eftir því að ég átti ansi marga opna poka með alls konar hnetum og fræjum. „Frábært“, hugsaði ég með mér, „best að búa til dukkah“!

Dukkah (duqqa, dakka) er nefnilega alveg dásamlegt fyrirbæri. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er þetta krydduð hnetu- og fræblanda sem er upprunnin í Norður-Afríku og er oft borin fram sem forréttur með brauði sem er dýft í ólífuolíu og svo í dukkah blönduna. Ég fæ nú bara vatn í munninn við tilhugsunina! En það er ekki það eina sem hægt er að gera við dukkah því það er frábær viðbót í salöt og sem bragðbætir fyrir bæði kjöt og fisk. Einhvern tíma skal ég setja inn uppskrift að dukkahfylltum kjúklingabringum en í dag er dukkah-hjúpaður lax á matseðlinum sem ég held að ég geti lofað að mun slá í gegn hjá heimilisfólki og öðrum matargestum. Ef dukkah blandan er gerð fyrirfram þá tekur svona sirka mínútu að undirbúa þennan rétt. Já, þú last rétt; mínútu!

Hráefnin í dukkah
Hráefnin í dukkah

Dukkah

40 g kashew hnetur
40 g möndlur
15 g furuhnetur
15 g heslihnetur
10 g sólblómafræ
30 g sesamfræ
10 g svört sesamfræ

1 tsk túrmerik
1 tsk cumin
3/4 tsk salt
1/2 tsk chili eða cayenne pipar
1/4 tsk kanill
klípa af múskati
klípa af negul

aðferð

  1. Ristið hneturnar og fræin á heitri pönnu. Ekki blanda tegundunum saman því ristunartíminn er misjafn eftir stærð og tegund.
  2. Saxið hnetur og fræ frekar fínt eða malið saman í matvinnsluvél (athugið að blandan má ekki verða of fín eða olíukennd svo ekki láta vélina vinna blönduna of lengi). Setjið í ílát sem hægt er að loka.
  3. Bætið kryddunum út í ílátið, lokið því og hristið.
  4. Geymið í loftþéttu íláti.
Bakaður lax með dukkah
Bakaður lax með dukkah

Bakaður lax með dukkah

– fyrir 2

1-2 msk ólífuolía
400 g lax í heilu stykki, roðlaus
soyasósa
1 msk mango chutney
3-4 msk dukkah

aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Hellið ólífuolíunni í botninn á eldföstu móti og leggið laxastykkið í mótið.
  3. Penslið laxinn með soyasósu.
  4. Smyrjið laxinn með þunnu lagi af mango chutney og stráið dukkah yfir.
  5. Bakið í 20 mínútur.

Tips og trikk

Berið fram með kartöflum og/eða öðru rótargrænmeti og fersku salati.

Dukkah fæst líka tilbúið í einhverjum stórmörkuðum, ekkert að því að nota það í staðinn fyrir heimagert!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s