Baunasalatið hennar Jytte

Baunasalat með avocado, sýrðum rjóma og brúnum hrísgrjónum.
Baunasalat með avocado, sýrðum rjóma og brúnum hrísgrjónum.

Þegar ég gerði lime kjúklinginn um daginn gerði ég baunasalat með eins og sást á myndinni. Uppskriftina að þessu salati fékk ég frá henni Jytte sem er tengd góðri vinkonu okkar hérna úti, en hún hefur oft komið með þetta salat þegar það eru viðburðir eða eitthvað að gerast hjá vinahópnum. Auðvitað var ég ekki lengi að veiða uppskriftina upp úr henni og hef gert þetta salat af og til, bæði sem meðlæti (mæli sérstaklega með þessu með grillinu í sumar!) og líka til að eiga í ísskápnum því þetta er frábær hádegismatur, annað hvort eitt og sér eða í vefju með grænmeti og sýrðum rjóma.

Allt nema baunirnar!
Allt nema baunirnar!

(Smellið á myndina til að sjá hana stærri)

Baunasalatið hennar Jytte

2 dósir af baunum (sjá tips og trikk fyrir neðan)
1/2 lítill rauðlaukur, skorinn fínt
1/2-1 hvítlauksrif, pressað
1/2-1 rauð paprika, skorin í teninga
30 g kashew hnetur, ristaðar og saxaðar smátt
börkur af hálfu lime, fínt rifinn
1-2 stilkar sítrónugras, smátt skornir
ferskur kóríander, ca handfylli, smátt skorinn
fersk steinselja, ca handfylli, smátt skorin
salt

dressing

4 msk ólífuolía
safi úr 1/2 lime
2 tsk hlynsýróp eða hunang

aðferð

  1. Blandið saman baunum og öllu nema kryddjurtum og salti.
  2. Hrærið dressinguna saman, hellið yfir salatið og blandið vel saman.
  3. Blandið kryddjurtunum samanvið og saltið eftir smekk.
  4. Geymið í kæli í minnst 2 tíma áður en salatið er borið fram.

Tips og trikk

  • Baunirnar sem ég nota er 1 dós af brúnum baunum og 1 dós af svokallaðri salatblöndu sem fæst hérna í Danmörku. Í henni eru soyabaunir, adzuki baunir og svartaugabaunir. Flestar baunir passa vel í þetta salat en forðist að nota ertur/belgbaunir.
  • Sítrónugras fæst í krukku í asísku deildinni í flestum stórmörkuðum. Ef notað er ferskt sítrónugras eru ystu blöðin fjarlægð, botninn skorinn af og ca. 10 neðstu cm skornir í salatið.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s