Butterscotch smákökur

Þeir sem þekkja til í Danmörku vita að hér fæst ekkert amerískt gúmmelaði eins og á Íslandi. Eða jú, í einni hillu í einum stórmarkaði má finna breskar og bandarískar vörur; aðallega Pop-Tarts og Cherry Coke í ameríska hlutanum og bakaðar baunir og innpakkaðar shepherd’s pies í breska hlutanum. Ekkert voðalega spennandi verð ég að segja…  Þess vegna finnst mér vera algjör upplifun að fara í Kost þegar ég kem til Íslands og hef borið með mér morgunkorn, kryddbauka, múslí, snakk og alls konar nammi á milli landa!

Þegar ég var á Íslandi í fyrravor greip ég með mér poka af butterscotchbitum í Kosti. Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við þá en ég var nokkuð viss um að ég myndi finna eitthvað út úr því. Og ég fann alveg óvart út úr því hvernig maður gerir bestu súkkulaðibitasmákökur í heiminum. Ég var nefnilega að baka kryddaðar butterscotch kökur með fljótandi miðju (uppskrift að þeim kemur örugglega síðar!) en gerði smá eldhúsmistök og þurfti að leggja brædda butterscotchbita til hliðar og byrja upp á nýtt. En með mistökum koma tækifæri, bæði í eldhúsinu og á öðrum sviðum lífsins. Svo ekki henda mistökunum í ruslið, skoðaðu þau nánar og íhugaðu hvort þú getur ekki notað þau til að gera eitthvað betra. Í þessu tilfelli urðu mistökin að sjúklega góðum súkkulaðibitakökum!

Ég er með bókamerkismöppu í vafranum mínum undir bakstur og í henni er að finna örugglega svona 10 bókmerktar síður með uppskriftum að „bestu súkkulaðibitasmákökum í heimi“ en ég held svei mér þá að ég geti eytt þeim öllum út því þessi er algjörlega skotheld. Það eina sem ég þarf að gera er að passa upp á að ég komist í Kost af og til til að fylla á butterscotchbirgðirnar!

Butterscotch smákökur
Butterscotch smákökur

Butterscotch smákökur

50 g butterscotchbitar
75 g smjör
75 g púðursykur
35 g sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
175 g hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk natron
150 g súkkulaðibitar
30 g litlir sykurpúðar (má sleppa)

aðferð

  1. Setjið butterscotchbitana og 50 g af smjörinu í hitaþolna skál og bræðið í örbylgjuofni í 1 mínútu. Hrærið vel saman (ath. að blandan skilur sig og það verður smjörbráð ofaná). Kælið í ísskáp í ca. 10 mínútur.
  2. Setjið butterscotch-smjörið í hrærivélarskál og þeytið létt með rest af smjöri, púðursykri og sykri.
  3. Bætið eggi og vanilludropum útí.
  4. Blandið þurrefnunum saman og hrærið samanvið.
  5. Hrærið súkkulaðibita og sykurpúða samanvið með sleif.
  6. Kælið deigið í 20-30 mínútur í ísskáp.
  7. Hitið ofninn í 190°C.
  8. Setjið á plötu, ca. 1/2 msk fyrir hverja köku. Athugið að þær renna út við baksturinn svo það er passlegt að setja 9 stk pr. plötu.
  9. Bakið í 8 mínútur, eða þar til kökurnar eru farnar að taka smá lit út við kantana.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s