Rifinn kjúklingur

Ég er ekki alveg viss um hvernig er best að þýða enska hugtakið ‘pulled’ í samhengi við uppskrift dagsins; togað, teygt, dregið og rifið eru allt réttar þýðingar á pulled, þannig lagað séð, en hvernig þýðir maður eiginlega matarhugtök?!

Flestir kannast eflaust við það sem á ensku heitir ‘pulled pork’, sem er hægeldað svínakjöt rifið niður í strimla og yfirleitt borið fram í samloku. Það er nokkurn vegin sama aðferð notuð þegar maður eldar kjúkling. Sumar uppskriftir nota bringur eða annað beinlaust kjöt en ég vil helst nota læri og leggi og rífa kjötið frá beinunum, svo af hverju ekki bara að hafa þetta lýsandi og nota ‘rifinn kjúklingur’ um þennan ágæta rétt?! Aðrar og betri hugmyndir vel þegnar í kommentum 😉

Mér finnst þetta alveg frábær föstudagsmatur og það besta er hvað það er lítil fyrirhöfn að útbúa þetta því þó það taki smá tíma að elda kjúklinginn þá er ferlið allt frekar einfalt. Kjúklinginn má ennfremur hálf-elda daginn áður eða með nokkurra daga fyrirvara og geyma í kæli eða frysti, svo tekur ekki nema um 10-15 mínútur að klára.

Rifinn kjúklingur
Rifinn kjúklingur

Rifinn kjúklingur

-fyrir 2-3

2 stk samföst kjúklingalæri og leggir.
1/2 l vatn eða 3 msk olía (fer eftir eldunaraðferð)
3-4 msk góð BBQ sósa
1 msk sætt sinnep
1 tsk dijon sinnep
2 tsk hunang

aðferð

Það er hægt að elda kjötið bæði í ofni og potti. Hvor aðferð fyrir sig tekur svipaðan tíma en ég mæli eindregið með suðu og að nýta beinin og vatnið eftirá til að gera gott kjúklingasoð!

Ofn:

 1. Ofninn hitaður í 160°C
 2. Olían sett í eldfast mót og kjúklingurinn þar ofan á.
 3. Mótið sett inn í ofn í 15 mínútur, þá er því lokað vel með álpappír.
 4. Eldið áfram á sama hita í 1 klst og 15 mínútur.

Pottur:

 1. Kjúklingurinn settur í pott og vatninu hellt yfir (vatnið ætti rétt að fljóta yfir kjúklinginn (það er samt í fínu lagi ef leggbeinin standa aðeins uppúr!), bætið við vatni ef þess þarf).
 2. Látið suðuna koma upp á lágum hita.
 3. Sjóðið undir loki í allavega 1 klst og 15 mínútur.

Ef ætlunin er að geyma kjötið þar til síðar er fínt að gera það núna eða þegar það er búið að rífa það.

Eftir eldun:

 1. Látið kjúklinginn kólna þar til hægt er að taka á honum.
 2. Rífið kjötið niður í strimla og setjið í skál.
 3. Hrærið saman BBQ sósu, sætu og sterku sinnepi og hunangi og hellið yfir kjúklinginn. Látið standa í nokkrar mínútur
 4. Hitið 1-2 msk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er farinn að taka smá lit.
 5. Berið fram í borgarabrauði eða góðri brauðbollu með gúrku, tómötum og rauðlauk.

Skv. léttum útreikningum í gegnum myfitnesspal inniheldur full uppskrift af elduðum kjúklingi ca. 600 kkal. Einn skammtur (ca 1/3 af kjúklingnum) í brauði með grænmeti og litlum skammti af ofnbökuðum frönskum inniheldur um 500 kkal.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Rifinn kjúklingur

 1. Prófaði þetta um helgina, þetta stóðst allar væntingar! Mæli með þessum rétti, þetta er auðvelt og rosalega gott!! Takk fyrir mig 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s