Sjávarréttapasta

Kolvetni hafa verið gerð útlæg úr mörgum eldhúsum, nú þegar hið mikla LKL æði gengur yfir. En ekki úr mínu, hér var sko eldað pasta um daginn og það með rjómasósu! Ég skal nú samt viðurkenna að ég elda ekki oft pasta, í mesta lagi 2-3 í mánuði, ef það nær því, oftast er það með linsubaunabolognese eða ítölskum kjötbollum og því með sæmilega hollri tómatbaseraðri sósu á kantinum. Annars reyni ég frekar að fá kolvetni úr grænmeti og grófu korni, sem er voða hollt og gott! En einstaka sinnum kemur yfir mig craving í pasta með þykkri, bragðmikilli rjómasósu og vitiði hvað?? Ég læt það bara eftir mér!

Sjávarréttapasta
Sjávarréttapasta

Sjávarréttapasta

-fyrir 2-3

200-250 g stórar rækjur (ekki eldaðar)
200 g spaghetti eða tagliatelle (eða hversu stóran skammt þið viljið fyrir 2-3)

Marinering
2 msk olía
1 tsk sítrónubörkur
1 msk sítrónusafi
1/2 hvítlauksrif, smátt skorið eða kramið
2 tsk þurrkuð steinselja

Sósan
1 vorlaukur
1/2 græn paprika
2 hvítlauksrif
1-2 tómatar, skornir í teninga
2,5 dl kjúklingasoð (eða 1/2 teningur leystur upp í 2,5 dl af vatninu sem pastað var soðið í)
1,5 dl matreiðslurjómi
salt og pipar eftir smekk

aðferð

 1. Setjið rækjurnar í skál, hrærið marineringuna saman og hellið yfir; hristið aðeins til að þekja rækjurnar vel. Látið standa (í kæli) í ca. 15 mínútur (má alveg vera lengur en helst ekki skemur).
 2. Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum.
 3. Skerið grænmetið í þá stærð sem þið viljið hafa það.
 4. Hitið olíu á pönnu, síið vökvann frá rækjunum og steikið þær í ca. 3 mínútur á hvorri hlið á góðum hita þar til þær eru farnar að verða bleikar.
 5. Takið rækjurnar af pönnunni og setjið í skál til hliðar.
 6. Lækkið hitann á pönnunni aðeins og steikið vorlauk, papriku og hvítlauk þar til allt er farið að mýkjast.
 7. Bætið tómötunum útá og eldið í 2-3 mínútur.
 8. Hellið soðinu/vatninu útá og látið sjóða aðeins niður (ca. 5 mínútur).
 9. Hellið rjómanum útí, hrærið allt saman og smakkið til með salti og pipar.
 10. Bætið rækjunum og pastanu útá pönnuna og hrærið allt saman.
 11. Hrærið e.t.v. ferskri eða þurrkaðri steinselju saman við.

Tips og trikk

 • Það má vel skipta rækjunum út fyrir t.d. humar eða annan skelfisk, eða nota blöndu af fleiri tegundum.
 • Pinot Grigio passar sérstaklega vel með sjávarréttum!
 • Heill skammtur af þessari uppskrift er um 1300 kkal.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s