Bananamöffins

Einhverra hluta vegna er það frekar algengt að bananar fari aðeins framyfir heppilegasta neysludag á þessu heimili. Það er örugglega algjör tilviljun og alls ekki af því að mig vantar afsakanir til að baka, nei nei! Það er nú samt þannig að ég á orðið nokkuð margar uppskriftir þar sem bananar koma við sögu, t.d. bananapönnukökurnar sem ég gerði um daginn og uppskrift dagsins er ein af mínum uppáhalds möffins uppskriftum.

Þetta er nefnilega fyrsta uppskriftin sem ég þróaði sjálf og þess vegna þykir mér kannski pínu extra vænt um hana! Það tók alveg nokkur skipti að fullkomna hana og fá rétta áferð en ég vissi að ég væri komin með góða uppskrift þegar bróðir minn elskulegur sendi mér tölvupóst sem í stóð:

Hæ, væri nokkuð hægt að fá hjá þér uppskrift að þessum alls ekki slæmu banananana muffins?

Ég fletti þessu sko upp í gmail archives hjá mér, þetta er orðrétt! Og síðan þá eru þessar súpergóðu (eða allavega alls ekki slæmu) möffins búnar að vera í reglulegri róteringu í eldhúsinu mínu; ef ég á banana, súkkulaði og hnetur er fátt ljúfara en að skella í þessar með kaffinu.

Bananamuffins með hnetum og súkkulaði
Bananamuffins með hnetum og súkkulaði

Bananamuffins

– gerir 12-18 eftir stærð

125 g hveiti
120 g haframjöl
100 g sykur
50 g púðursykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
150 g dökkir súkkulaðibitar
70 g valhnetukjarnar, skornir gróft
2 egg
120 g brætt smjör
2-3 vel þroskaðir bananar
1-2 tsk vanilludropar

aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Þurrefni, súkkulaði og hnetur sett í skál og blandað lauslega saman.
  3. Bananarnir stappaðir og blandað vel saman við egg, smjör og vanilludropa í annarri skál.
  4. Bananablöndunni hellt út í skálina með þurrefnunum og allt hrært saman.
  5. Sett í muffinsform (ca. 2 msk í meðalstór from).
  6. Bakað í ca. 25 mínútur, lengur ef kökurnar eru stærri.

Tips og trikk:

  • Gætið þess að kæla smjörið vel áður því er hrært út í bananablönduna, ef það er of heitt þá hlaupa eggin og það viljum við ekki að gerist!
  • Það má vel skipta valhnetum út fyrir heslihnetur eða pecanhnetur, nú eða sleppa þeim alveg ef um ofnæmi er að ræða.
Auglýsingar

Ein athugasemd við “Bananamöffins

  1. Ég skráði mig á wordpress bara svo ég gæti kommentað á bloggið þitt svo ég gæti sagt þér að bananahnetumöffins eru uppáhalds… Ætla svo að profa þessar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s