Allt er vænt sem vel er grænt!

Er það ekki annars?  Það virðist allavega vera í tísku að drekka alls konar torkennilega græna drykki, hefur mér sýnst á hinum ýmsu vefmiðlum og það er svosem alveg rétt að dökkgrænt grænmeti inniheldur helling af vítamínum og bætiefnum sem eru góð fyrir okkur. Ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst svona drykkir yfirleitt ekki góðir á bragðið. Og til hvers að pína eitthvað ofan í sig sem manni finnst vont, þegar maður getur fengið nánast sömu næringu úr alvöru, bragðgóðum mat?! Ég hef sagt áður að ég er ekki talsmanneskja fyrir neinn sérstakan lífsstíl eða ‘kúr’, mín matarsýn er einfaldlega að þó maður vilji halda sig við hollustu þá á maður samt að geta borðað vel og notið matarins.

En nóg um það! Ég er stundum voðalega föst í því meðlæti sem ég ber á borð með kvöldmatnum og er aðeins að reyna að brjótast út úr þeim kassa. Uppskrift dagsins er einmitt ein af þeim nýjungum sem ég hef prófað undanfarið og á alveg pottþétt eftir að lenda á matseðlinum aftur, enda uppfull af þessu gasalega góða græna grænmeti! Það má vel bera þessa grænu mús fram með öllu sem venjuleg kartöflumús passar með, nema kannski í bakaða rétti.

Græn mús
Græn mús

Græn mús

– fyrir 4-5 með mat

4 meðalstórar kartöflur
1/2 blómkálshaus
1/2 brokkólíhaus
1-2 hnefafyllir spínat
1 vorlaukur (græni hlutinn eingöngu)
20 g kalt smjör
2 msk sýrður rjómi
salt og pipar eftir smekk
fersk steinselja, söxuð

aðferð

  1. Sjóðið kartöflur, blómkál og brokkólí þar til mjúkt.
  2. Ef notað er ferskt spínat, leggið það þá í sigti yfir suðuna í nokkrar mínútur þar til það er mjúkt. Ef notað er frosið þarf aðeins að láta það þiðna og kreista mesta vökvann úr því.
  3. Maukið kartöflur, blómkál, brokkólí og spínat saman, annað hvort með kartöflustappara, í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
  4. Saxið vorlaukinn og hrærið samanvið ásamt smjöri og sýrðum rjóma.
  5. Smakkið til með salti og pipar og stráið ferskri steinselju yfir áður en músin er borin fram.

 

Tips og trikk

  • Ég nota frosið grænmeti oft í minni eldamennsku, enda hætt við því að ferskt grænmeti fari til spillis á tveggja manna heimili. Í þessu tilfelli átti ég bæði spínat og brokkólí í frystinum svo ég notaði það í músina og það mætti alveg nota frosið blómkál líka. Þá þarf auðvitað að þíða það og hita en annars gilda sömu leiðbeiningar og að ofan.
  • Manninum mínum elskulegum datt í hug það væri örugglega gott að setja smá púðursykur útí músina. Þeirri tillögu er hér með komið á framfæri en þar sem það hefur ekki verið prófað í eldhúsinu er þessi viðbót á eigin ábyrgð!
  • Full uppskrift af músinni inniheldur rétt um 500 kkal.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s