Kanilsnúðar fyrir frænku!

Kanilsnúðar og kaffi
Kanilsnúðar og kaffi

Ég var ekki há í loftinu þegar ég lærði að kanilsnúðar eru alltaf vinsælir á kaffiborðinu. Ég man í það minnsta eftir því að hafa verið send með útprentaða uppskrift að kanilsnúðunum hennar mömmu heim til bekkjarbróður míns eftir að mamma hans dásamaði snúðana á bekkjarskemmtun snemma í grunnskóla. Og það brást eiginlega ekki að hvar sem mamma fór með þessa snúða var þeim alltaf hrósað og umtalað hvað þeir væru góðir.

Nú haldið þið eflaust að þið séuð að fara að fá uppskriftina hennar mömmu en svo er víst ekki; einhverra hluta vegna hef ég aldrei notað þá margrómuðu uppskrift. En ég ætla að gera játningu sem maður á annars aldrei að gera (sorrí mamma!); mér finnst þessir snúðar jafnvel öööörlítið betri en kanilsnúðar minninganna!

Hún Unnur frænka mín bað sérstaklega um þessa uppskrift, gjörðu svo vel Unnur og njóttu vel 😉

CinRolls

Kanilsnúðar

– ca. 20-25 stk

2,5 dl mjólk
2 tsk þurrger eða 25 g pressuger
440 g hveiti (plús aðeins aukalega til að hnoða)
50 g sykur
1/2 tsk salt
80 g kalt smjör

fylling
45 g mjúkt smjör
90 g sykur
2 tsk kanill

egg til að pensla

25 g heslihnetur (má sleppa)

aðferð

 1. Velgið mjólkina aðeins í potti eða örbylgjuofni og blandið gerinu samanvið. Látið standa í ca. 5 mínútur á meðan þið fylgið næstu skrefum.
 2. Blandið þurrefnunum saman í skál, skerið smjörið í bita og setjið í skálina (mynd 1).
 3. ‘Klípið’ smjörið saman við þurrefnin með fingurgómunum þangað til áferðin er orðin þannig að blandan heldur nokkurn vegin lögun ef þið takið upp hnefafylli (mynd 2).
 4. Blandið þurrefnunum saman við mjólkina og gerið og hrærið vel saman með sleif.
 5. Hellið deiginu úr skálinni á hveitistráð borð og hnoðið vel.
 6. Takið deigið saman í kúlu (mynd 3) og látið hefast í skál undir viskustykki í 40-60 mínútur.
 7. Fletjið deigið út í rétthyrning (eða því sem næst!), ca. 50x30cm.
 8. Hrærið saman smjör, sykur og kanil og smyrjið á deigið (mynd 4). Gætið þess að skilja eftir hreina rönd við kantinn fjærst ykkur. Athugið að smjörið á að vera mjög mjúkt, það er í fínu lagi að skella því aðeins í örbylgjuna þannig að það bráðni aðeins.
 9. Rúllið deigið í lengju. Byrjið á langröndinni næst ykkur og rúllið upp. Þrýstið samskeytunum vel niður svo þau losni ekki upp við baksturinn.
 10. Skerið rúlluna í 1,5-2 cm breiðar sneiðar og leggið á ofnplötu með bökunarpappír (mynd 5).
 11. Látið snúðana standa í 20-30 mínútur og penslið svo með eggi.
 12. Saxið heslihneturnar smátt og stráið yfir snúðana (eða hluta þeirra), þrýstið aðeins ofan á svo þær festist í eggjabráðinni (mynd 6).
 13. Bakið við 210°C í 10-12 mínútur.

Tips og trikk

 • Gætið þess vel að hita mjólkina ekki of mikið, bara þannig að þið finnið smá yl þegar fingri er dýft í. Of mikill hiti drepur gerið og veldur því að deigið hefast ekki.
 • Mér finnst snúðarnir bestir þykkir og frekar stórir. Ef þið viljið hafa þá minni má alveg skipta deiginu í tvo hluta og fletja það út í þeim hlutföllum sem ykkur hugnast best.
 • Ef um eggjaofnæmi er að ræða má að sjálfsögðu pensla snúðana með mjólk.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s