Millimálasnakk

Ég er ekki talsmaður neins sérstaks lífsstíls þegar kemur að mataræði, nema ef það kallast lífstíll að finnast kjúklingabaunir vera æði! Þær eru nefnilega uppfullar af hollum trefjum, próteini, járni og vítamínum og hafa jákvæð áhrif á hjartastarfsemi og blóðfitu, eða svo hef ég allavega lesið í áreiðanlegum heimildum! Það eiga örugglega eftir að birtast … Meira Millimálasnakk

Rauð linsusúpa með reyktri papriku

Stundum rekst maður á eitthvað spennandi úti í búð og kaupir það, án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað maður ætlar að gera við það. Þannig var það akkúrat með staukinn af reyktri papriku sem situr í kryddhillunni minni en ég er svo ánægð með að eiga hann, því reykt paprika leikur einmitt aðalhlutverkið … Meira Rauð linsusúpa með reyktri papriku

Bolludagsbomban

Bolludagurinn nálgast. Danir eru með aðeins aðra nálgun á þennan dag en við Íslendingar, því þó bolludagsátið sé farið að læða sér aðeins framar í dagatalið á Íslandi eru íslenskir bakarar ekki með tærnar þar sem markaðsframsæknir kollegar þeirra í Danmörku eru með hælana. Hér var nefnilega byrjað að selja fastelavnsboller í öllum verslunum í … Meira Bolludagsbomban