Unaðspasta

Ég var tilbúin með allt aðra uppskrift til birtingar í dag en svo eldaði ég þetta pasta í gærkvöldi alveg óvart og ég bara VERÐ að deila þessu með ykkur núna strax! Ef þið þekkið hugtakið ‘foodgasm’ þá lýsir það alveg einstaklega vel kvöldmatarupplifuninni í gær! Ég rakst nefnilega á uppskrift á netinu um daginn … Meira Unaðspasta

Ljóskur með hindberjum og hvítu súkkulaði

Núorðið þekkja allir brownies kökur en hvað með blondies? Ef þú hefur ekki kynnst þeim ennþá áttu mikið eftir! Blondies, eða ljóskur eins og mætti kalla þetta á íslensku, eru náskyldar brownies (og hétu upphaflega ‘blond brownies’); báðar eru bakaðar í stóru, ferköntuðu formi og skornar í bita en í staðinn fyrir kakó/súkkulaðibragð byggist ljóskubragðið … Meira Ljóskur með hindberjum og hvítu súkkulaði

Stir-fry

Eftir að við fengum okkur wok-pönnu hef ég sankað að mér slatta af einföldum stir-fry uppskriftum sem er voða gott að grípa í þegar maður hefur lítinn tíma til að standa yfir pottunum. Uppskrift dagsins er ein af þeim sem hefur þróast með tímanum úr uppskrift sem ég fann upphaflega á netinu. Upprunalega uppskriftin var … Meira Stir-fry

Kjúklingabaunir með rótargrænmeti

Eru ekki allir í stuði fyrir eitthvað létt eftir páskaeggjaátið?! Eins og hefur komið fram áður er ég mjög hrifin af kjúklingabaunum í matargerð. Þessi tiltekna uppskrift varð til sem nokkurs konar skápatæming en er orðin alveg uppáhalds, enda fljótleg og einföld í eldun. Hentar vel þegar mann langar í eitthvað sem er bæði hollt … Meira Kjúklingabaunir með rótargrænmeti

Krydduð gulrótarkaka

Við fengum dásamlega en allt of stutta heimsókn um daginn frá mágkonu minni og svila á leið þeirra til Þýskalands. Auðvitað var þeim boðið upp á heimabakað með kvöldkaffinu og þar sem ég átti helling af gulrótum í grænmetisskúffunni varð uppáhalds gulrótarkakan mín fyrir valinu. Þessi kaka er krydduð og svolítið þung en um leið … Meira Krydduð gulrótarkaka

Tom Kha Gai

Það er búið að vera lítið að gerast í eldhúsinu undanfarna daga vegna veikinda á heimilinu en ég á þó þessa dásemdaruppskrift að thailenskri Tom Kha Gai súpu í handraðanum til birtingar. Sumarið 2013 var fyrsta sumarið hérna í Danmörku sem við vorum á bíl. Með örstuttum fyrirvara ákváðum við að nýta nálægðina við meginland … Meira Tom Kha Gai

Ferskjukaka á hvolfi

Eitt af því góða við að búa í Danmörku er úrvalið af ferskum ávöxtum og grænmeti. Á sumrin springa ávaxtadeildir matvöruverslananna út, og ég meina bókstaflega út, því flestar verslanir stilla upp ávaxtavögnum fyrir utan innganginn þar sem sætur ilmur og litagleði lokkar mann til að kaupa alls konar góðgæti. Einn af uppáhalds ávöxtum sambýlingsins … Meira Ferskjukaka á hvolfi

Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur

Var ég ekki alveg örugglega búin að segja ykkur hvað mér finnst indverski matarheimurinn vera yndislegur?! Það sem mér finnst hvað best við indverska matargerð er hversu margar dásamlegar grænmetisuppskriftir maður finnur þegar maður fer að kafa aðeins ofan í hana, ég get svo svarið að ég gæti lifað á indverskum grænmetis- og baunaréttum! Uppskrift … Meira Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur