Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur

Aloo Gobi
Aloo Gobi

Var ég ekki alveg örugglega búin að segja ykkur hvað mér finnst indverski matarheimurinn vera yndislegur?!

Það sem mér finnst hvað best við indverska matargerð er hversu margar dásamlegar grænmetisuppskriftir maður finnur þegar maður fer að kafa aðeins ofan í hana, ég get svo svarið að ég gæti lifað á indverskum grænmetis- og baunaréttum! Uppskrift dagsins er einmitt alveg að verða ein af mínum uppáhalds, kannski sérstaklega þar sem hún inniheldur blómkál sem er stundum uppáhaldsgrænmetið mitt (ég get samt aldrei átt eitt uppáhalds því mér finnst flest allt grænmeti gott!).

Aloo Gobi þýðir einfaldlega kartöflur og blómkál og hefðbundna uppskriftin notar ekkert annað aðalhráefni, eftir því sem ég kemst næst. Ég hef þó séð uppskriftir sem bæta við grænum baunum, gulrótum eða öðru rótargrænmeti, svo það er hægt að gera ýmislegt við grunnuppskriftina og um að gera að prófa sig áfram. Mér finnst strengjabaunir æði og nota þær í mína útgáfu af Aloo Gobi sem fer hér á eftir.

Allt sem þarf í Aloo Gobi!
Allt sem þarf í Aloo Gobi!

Aloo Gobi

– fyrir 2

1/2 blómkálshaus
3 kartöflur, meðalstórar
1/2 laukur
1/2 chili (eða 1/2 tsk cayennepipar)
1 tsk engifermauk eða rifinn ferskur engifer
1 tsk cuminfræ
1 tsk sinnepsfræ
1 tsk túrmerik
1 tsk garam masala
1/2 tsk kóríander
3-4 kokteiltómatar, skornir smátt (eða 1-2 venjulegir tómatar)
1/2 – 1 dl vatn
100 g strengjabaunir (mega vera frosnar)
salt eftir smekk

aðferð

 1. Skerið kartöflurnar í teninga, blómkálið í bita og laukinn í sneiðar.
 2. Hitið smá olíu á pönnu á miðlungshita og bætið lauk, engifer, cuminfræjum, sinnepsfræjum, túrmerik, garam masala og kóríander. Hrærið í þar til laukurinn er farinn að mýkjast.
 3. Bætið kartöflunum og blómkálinu út á pönnuna og steikið í ca. 7-8 mínútur.
 4. Hrærið tómötunum útá pönnuna.
 5. Hellið 1/2 dl af vatni út á og látið eldast undir loki í 10-15 mínútur eða þar til kartöflur og blómkál er orðið mjúkt (mér finnst best að blómkálið sé ennþá pínu stökkt). Hrærið að minnsta kosti einu sinni og passið að það brenni ekki við á pönnunni, bætið við meira vatni ef þess þarf.
 6. Bætið strengjabaunum útí.
 7. Smakkið til með salti og berið fram þegar strengjabaunirnar eru heitar í gegn.

 

Berið fram með t.d. brúnum grjónum eða bulgur, raita sósu, fersku salati og naan brauði.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur

 1. Ótrúlega gaman að sjá þig raða þessu svona fint á brettið 🙂 þá veit maður alveg hvað allt lítur út 🙂

  1. Takk Linda!
   Ég er mjög mikið fyrir að nota ‘mise en place’ aðferðina; sumsé að vera með allt hráefnið tilbúið áður en maður byrjar að elda svo mér finnst liggja nokkuð beint við að smella af einni mynd eða svo þegar undirbúningnum er lokið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s