Ferskjukaka á hvolfi

Eitt af því góða við að búa í Danmörku er úrvalið af ferskum ávöxtum og grænmeti. Á sumrin springa ávaxtadeildir matvöruverslananna út, og ég meina bókstaflega út, því flestar verslanir stilla upp ávaxtavögnum fyrir utan innganginn þar sem sætur ilmur og litagleði lokkar mann til að kaupa alls konar góðgæti.

Einn af uppáhalds ávöxtum sambýlingsins eru ferskjur og það er held ég ekki ofsagt að þegar ferskjur eru ‘in season’ þá kaupum við allavega 1-2 kíló af þeim á viku! Í eitt skiptið urðum við reyndar fyrir smá vonbrigðum; við keyptum box af ferskjum sem litu vel út og voru mjúkar viðkomu eins og þær eiga að vera, en þegar bitið var í þær reyndust þær harðar undir tönn, svolítið eins og að bíta í epli. Þær voru ekkert vondar en þetta voru ákveðin vonbrigði. Þegar 2 dagar liðu án þess að ferskjurnar væru borðaðar ákvað ég að baka úr þeim. Nema hvað!

Útkoman var þessi frábæra hvolfkaka sem sómir sér vel á hvaða sumar-kaffiborði sem er!

Ferskjukaka á hvolfi
Ferskjukaka á hvolfi

Ferskjukaka á hvolfi

3 ferskjur

60 g smjör
50 g dökkur púðursykur
2 tsk vanilludropar

115 g mjúkt smjör
150 g sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
125 g hveiti
65 g möndlumjöl
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/4 dl mjólk við stofuhita

aðferð

 1. Hitið ofninn í 190°C
 2. Þekið botn og hliðar 23cm springforms með bökunarpappír (gætið þess að slétta vel út pappírnum svo kakan verði ekki krumpuð!)
 3. Skerið ferskjurnar í sneiðar.
 4. Bræðið smjör, púðursykur og vanilludropa saman í potti við vægan hita þar til blandan fer að sjóða og þykkna.
 5. Hellið í formið svo karamellan þeki allan botninn.
 6. Raðið ferskjusneiðunum í botninn á forminu.
 7. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og ljós.
 8. Bætið egginu og vanilludropum útí og hrærið vel.
 9. Blandið þurrefnunum saman og bætið útí til skiptis við mjólkina.
 10. Hellið deiginu í formið, sléttið vel úr yfirborðinu og bakið í 20-30 mínútur.
 11. Látið kökuna kólna í forminu í 15-20 mínútur, hvolfið henni þá (varlega!) á disk.

Tips og trikk

 • Ferskjusteinninn gerir það ansi erfitt að skera ávöxtinn í sneiðar. Besta trikk sem ég hef lært er að skera ferskjuna í sneiðar utanum steininn og tína þær svo af honum.
 • Í staðinn fyrir að kaupa möndlumjöl má vel mala sama magn af heilum möndlum í duft í matvinnsluvél.
 • Það er algjörlega unaðslegt að borða þessa volga með ís eða rjóma!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s