Sumac kjúklingaleggir

Sumac kjúklingaleggir
Sumac kjúklingaleggir

Þegar letin tekur völdin og maður kemst ekki í eldhúsgírinn er eitt sem bregst ekki, hvort sem eldað er fyrir börn eða fullorðna; kjúklingaleggir, kryddaðir og settir í ofn. Flestir eiga sínar uppáhalds kryddblöndur til að nota en í dag ætla ég að kynna fyrir ykkur nýjan aðalleikara í eldhúsinu mínu sem ég kynntist fyrir nokkru;  sumac.

Sumac er eitt af þessum kryddum sem ég hef keypt bara af því að mér hefur fundist það spennandi, ekki af því að ég viti endilega hvað ég ætli að gera við það! Það er notað mikið í mið-austurlenskum réttum og gefur svolítið súrt bragð sem getur komið í staðinn fyrir sítrusávexti í matargerð. Eftir því sem ég hef lesið mér til er sumac notað í fjöldann allan af réttum; bæði með kjöti og fiski, í salöt, sósur og súpur. Ég hlakka mikið til að kynnast þessu kryddi betur eftir þessa fyrstu notkun á því sem kom virkilega vel út!

Sumac kryddblandan
Sumac kryddblandan

Sumac kjúklingalæri

– fyrir 2

ca. 1 kg kjúklingaleggir
3-4 msk olía (helst ekki ólífuolía)
2 tsk paprikuduft
1 tsk sumac
1 tsk cuminfræ
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk rifinn engifer
1 lítið hvítlauksrif, pressað

aðferð

  1. Hitið ofninn í 190°C
  2. Raðið kjúklingaleggjunum í eldfast mót, gjarnan á grind.
  3. Hrærið olíu, kryddum, engifer og hvítlauk saman og penslið leggina með blöndunni.
  4. Eldið leggina í ofni í 25-30 mínútur, e.t.v. undir grilli síðustu mínúturnar.

Gæti þetta verið einfaldara á letidegi?!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s