Það eru ennþá veikindi á heimilinu og ekki mikið eldað. Mér datt samt í hug að deila með ykkur smá snúningi á gamla hefð sem er orðið algjörlega uppáhalds hjá okkur.
Það vita held ég allir að það er alveg unaðslega gott að steikja lauk með soðnum eða steiktum fiski, það hefur líka verið gert í mörg ár á flestum heimilum. Í eldhúsinu mínu er þetta gert aðeins öðruvísi.

Lauksmjör með sveppum
-fyrir 2 með mat
30 g smjör
1 stór laukur (eða 1 1/2 meðalstór)
6-7 sveppir
1/2 tsk timjan
salt og pipar eftir smekk
aðferð
- Hitið ca. 15 g af smjörinu á pönnu við meðalhita.
- Skerið sveppina í sneiðar og steikið í smjörinu þar til þeir eru eldaðir í gegn. Setjið til hliðar á disk.
- Bætið restinni af smjörinu á pönnuna, skerið laukinn í sneiðar og brúnið.
- Bætið sveppunum aftur á pönnuna og hrærið timjan, salti og pipar samanvið.
Tips og trikk:
- Bætið meira smjöri á pönnuna í restina ef þið viljið hafa þetta meira fljótandi.
Auglýsingar