Krydduð gulrótarkaka

Gulrótarkaka
Gulrótarkaka

Við fengum dásamlega en allt of stutta heimsókn um daginn frá mágkonu minni og svila á leið þeirra til Þýskalands. Auðvitað var þeim boðið upp á heimabakað með kvöldkaffinu og þar sem ég átti helling af gulrótum í grænmetisskúffunni varð uppáhalds gulrótarkakan mín fyrir valinu.

Þessi kaka er krydduð og svolítið þung en um leið er hún alveg hrikalega djúsí og kremið er algjörlega punkturinn yfir i-ið; létt, ekki of sætt og gefur gott mótvægi við bragðmikinn botninn!

Hráefnin í gulrótarköku
Hráefnin í gulrótarköku

Gulrótarkaka

150 g mjúkt smjör
130 g sykur
2 egg
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 matarsódi
1/2 tsk kanill
1/2 tsk kardimommuduft
1/2 tsk múskat
klípa af negul
safi úr 2 appelsínum
350 g gulrætur (um 3 meðalstórar)
70 g heslihnetur

krem

50 g mjúkt smjör
60 g rjómaostur
150 g flórsykur

aðferð

  1. Hitið ofninn í 190°C
  2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum samanvið, einu í einu og hrærið vel á milli.
  4. Blandið þurrefnunum saman, bætið helmingnum út í skálina og hrærið lauslega. Hellið svo helmingnum af appelsínusafanum útí og blandið, þvínæst restinni af þurrefnunum og loks rest af safanum.
  5. Rífið gulræturnar á grófu rifjárni og saxið heslihneturnar eins gróft og þið viljið hafa þær. Hrærið gulrótum og hnetum varlega samanvið deigið.
  6. Hellið deiginu í smurt, 23cm springform og bakið í 30-35 mínútur.
  7. Þeytið saman smjör, rjómaost og flórsykur og smyrjið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.
Gulrótarkaka
Gulrótarkaka

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s