Kjúklingabaunir með rótargrænmeti

Eru ekki allir í stuði fyrir eitthvað létt eftir páskaeggjaátið?!

Eins og hefur komið fram áður er ég mjög hrifin af kjúklingabaunum í matargerð. Þessi tiltekna uppskrift varð til sem nokkurs konar skápatæming en er orðin alveg uppáhalds, enda fljótleg og einföld í eldun. Hentar vel þegar mann langar í eitthvað sem er bæði hollt og bragðgott!

 

Kjúklingabaunir og rótargrænmeti
Kjúklingabaunir með rótargrænmeti

Kjúklingabaunir með rótargrænmeti

– fyrir 2

1/2 rauðlaukur
1/2 gul paprika
1 vænt hvítlauksrif (eða 2 lítil)
2 tsk chana masala
1 1/2 tsk karrý
salt og pipar eftir smekk
2 meðalstórar gulrætur
1 meðalstór sæt kartafla
1 dós kjúklingabaunir (um 250 g)
1 dl vatn

aðferð

  1. Skerið rauðlauk og papriku í sneiðar og saxið hvítlaukinn frekar smátt. Steikið í smá olíu við miðlungshita (á ekki að brúnast) og hrærið chana masala, karrý, salt og pipar samanvið.
  2. Skerið gulrætur og sæta kartöflu í bita og steikið með í 6-7 mínútur.
  3. Bætið kjúklingabaunum á pönnuna.
  4. Hellið vatninu útá og látið sjóða undir loki þar til grænmetisbitarnir eru mjúkir í gegn, ca. 10-15 mínútur.
  5. Takið lokið af og látið restina af vatninu sjóða af, hrærið af og til svo að brenni ekki við í botninn.

Tips og trikk

  • Eins og alltaf mæli ég með því að bera fram bulgur frekar en hrísgrjón með grænmetisréttum til að auka próteinmagn máltíðarinnar.
  • Það má alveg líta á þessa uppskrift sem grunn og prófa sig áfram með grænmeti og krydd (endilega látið mig vita í kommentum ef þið dettið ofan á eitthvað gott!).
  • Full uppskrift inniheldur um 800 kkal; kjúklingabaunir innihalda mikið af próteini, járni og magnesíum og bæði gulrætur og sætar kartöflur eru ríkar af A-vítamíni.
Auglýsingar

2 athugasemdir við “Kjúklingabaunir með rótargrænmeti

    1. Ég hef keypt það í Kosti og það gæti alveg verið að það fáist í einhverjum af asísku mörkuðunum sem bjóða upp á indverskar vörur. Ef þú finnur það alls ekki geturðu notast við Garam masala í aðeins minna magni og setja þá örlítið meira af karrý 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s