Stir-fry

Eftir að við fengum okkur wok-pönnu hef ég sankað að mér slatta af einföldum stir-fry uppskriftum sem er voða gott að grípa í þegar maður hefur lítinn tíma til að standa yfir pottunum. Uppskrift dagsins er ein af þeim sem hefur þróast með tímanum úr uppskrift sem ég fann upphaflega á netinu. Upprunalega uppskriftin var með hátt hlutfall soyasósu á móti öðrum innihaldsefnum og var þess vegna allt of sölt, svo ég tók til við breytingar; minnkaði soya, sleppti sumu, bætti ýmsu öðru við og endaði ansi langt frá þeirri upphaflegu, svona eins og góðar eldhústilraunir eiga að gera!

Einfalt stir-fry
Einfalt stir-fry

Einfalt stir-fry

– fyrir 2-3

1-2 kjúklingabringur

Marinering:
3/4 dl soyasósa
1 msk púðursykur
3 msk sæt chilisósa
1 msk fiskisósa
1 tsk engifermauk (eða ferskt engifer, rifið smátt)
1 vænt hvítlauksrif, pressað eða skorið smátt

Grænmeti:
Ég nota frosna wok-blöndu, strengjabaunir og brokkólí.
Fyrir þá sem vilja nota ófrosið grænmeti má til dæmis nota papriku, baby corn, vatnshnetur, sveppi, brokkólí, gulrætur, lauk og vorlauk.

aðferð

  1. Skerið kjúklinginn í hæfilega bita og setjið í skál.
  2. Hrærið saman öllu sem þarf í marineringuna og hellið yfir kjúklingabitana. Hrærið aðeins svo að marineringin þeki allan kjúklinginn. Látið standa í 10-15 mínútur.
  3. Hitið ca. 2 msk olíu og 1 tsk sesamolíu á wok pönnu.
  4. Síið vökvann frá kjúklingnum og leggið til hliðar
  5. Steikið kjúklinginn þar til hann hefur tekið lit, bætið þá marineringarvökvanum á pönnuna.
  6. Setjið grænmetið á pönnuna og eldið þar til það er tilbúið.

Tips og trikk

  • Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.
  • Ef þið eruð viðkvæm fyrir salti, notið þá soyasósu með lágu natríum (sodium) innihaldi.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s