Ljóskur með hindberjum og hvítu súkkulaði

Núorðið þekkja allir brownies kökur en hvað með blondies? Ef þú hefur ekki kynnst þeim ennþá áttu mikið eftir!

Blondies, eða ljóskur eins og mætti kalla þetta á íslensku, eru náskyldar brownies (og hétu upphaflega ‘blond brownies’); báðar eru bakaðar í stóru, ferköntuðu formi og skornar í bita en í staðinn fyrir kakó/súkkulaðibragð byggist ljóskubragðið upp á púðursykri og verður fyrir vikið eins og karamella í kökuformi. Hvernig stenst maður það?!!

Í deigið má svo bæta eiginlega flestu sem manni dettur í hug til að bæta við áferð og bragð en ljóskur með hindberjum og hvítu súkkulaði eru algjörlega uppáhalds í mínu eldhúsi, sérstaklega á sumrin. Svo er auðvitað sérstaklega gaman að baka fyrir gesti, en mágkona mín og svili höfðu smá stopp hjá okkur aftur á leiðinni heim frá Þýskalandi og var að sjálfsögðu boðið upp á köku!

Blondie-8008
Ljóskur með hindberjum og hvítu súkkulaði

Ljóskur

345 g smjör
270 g púðursykur
3 egg
2 tsk vanilludropar
320 g hveiti
1 tsk salt
200 g hvítt súkkulaði, saxað
130 g frosin hindber

aðferð

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Bræðið smjörið og kælið aðeins.
 3. Hrærið saman smjör og púðursykur.
 4. Þeytið eggin samanvið, eitt í einu. Þeytið vel eftir að síðasta eggið fer útí.
 5. Bætið vanillu, hveiti og salti út í skálina og hrærið þar til allt er blandað saman.
 6. Hrærið súkkulaði og hindberjum varlega samanvið með sleif eða sleikju.
 7. Hellið deiginu í ferkantað, smurt mót í stærra lagi (mitt er 40x27cm, sem hentar vel fyrir þessa uppskrift)
 8. Bakið í 25 mínútur.

Tips og trikk

 • Ekki gleyma að kæla smjörið í nokkrar mínútur, annars er hætta á því að eggin hlaupi þegar þau fara útí!
 • Það væri alveg í lagi að nota fersk hindber en ég mæli með því að nota frosin þar sem þau fersku kremjast frekar þegar deigið er hrært saman.
 • Notið berin beint úr frystinum, ekki láta þau standa á borði og þiðna á meðan þið hrærið deigið saman.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s