Unaðspasta

Unaðspasta beint úr ofninum
Unaðspasta beint úr ofninum

Ég var tilbúin með allt aðra uppskrift til birtingar í dag en svo eldaði ég þetta pasta í gærkvöldi alveg óvart og ég bara VERÐ að deila þessu með ykkur núna strax! Ef þið þekkið hugtakið ‘foodgasm’ þá lýsir það alveg einstaklega vel kvöldmatarupplifuninni í gær!

Ég rakst nefnilega á uppskrift á netinu um daginn að svona ofnbökuðu pasta en æ, mér fannst hún eitthvað ekki nógu skemmtileg svo ég tók til minna ráða; breytti og bætti hér og þar og útkoman var svona líka sjúklega góð, ég get svo svarið að þetta er nýi uppáhalds pastarétturinn minn. Ég er að hugsa um að kalla þetta bara Unaðspasta, hvað segið þið um það?!  Unaðspasta tekur smá tíma að útbúa, það er þó einfalt í undirbúningi, sem er alltaf plús en kryddin, olían, kjúklingurinn og grænmetið fléttast saman í eitthvað sem er svo langt frá því að vera einfalt að ég veit að þessi réttur slær í gegn í hvaða matarboði sem er!

Þetta er nú samt ekki ein af hollustuuppskriftunum mínum, svo munið að gera ráð fyrir aukahitaeiningum ef þið eruð að  huga sérstaklega að þeim…

Unaðspasta
Unaðspasta

Unaðspasta

– fyrir 2

Pastalengjur (spaghetti, linguine eða tagliatelle) fyrir 2, 160-200 g

ca. 300 g kjúklingabringur
salt og pipar

8-10 meðalstórir hvítir sveppir
1 rauðlaukur í minna lagi
1 rauð paprika

ólífuolía (sjá aðferð fyrir magn)
1 msk oregano
2 tsk steinselja
1 1/2 tsk paprikukrydd í flögum
1 tsk basil
1/2 tsk dill
1/2 tsk ferskmalaður pipar
1/2-1 tsk salt (eftir smekk, helst grófmalað)

1 1/2-2 dl rifinn cheddar ostur
2 dl rjómi/matreiðslurjómi
fersk steinselja

aðferð

 1. Hitið ofninn í 190°C
 2. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af þegar það er tilbúið.
 3. Á meðan pastað sýður, skerið kjúklingabringurnar í bita, saltið og piprið eftir smekk og steikið í smá olíu á pönnu við frekar háan hita þannig að bitarnir brúnist vel. Leggið til hliðar þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn.
 4. Sneiðið sveppina, skerið laukinn í tvennt og svo í sneiðar og skerið paprikuna í tvennt og í sneiðar langsum.
 5. Hellið góðri botnfylli af ólífuolíu í eldfast mót af hentugri stærð (mitt er 27×18 og passar vel fyrir 2).
 6. Hrærið oregano, steinselju, paprikukryddi, basil, dilli, salti og pipar saman við olíuna.
 7. Hellið pastanu í mótið og veltið því um svo að krydduð olían þeki pastað vel. Notið meiri olíu ef þarf.
 8. Sléttið úr yfirborðinu og stráið ostinum yfir pastað, þvínæst kjúklingi, sveppum, rauðlauk og papriku í þessari röð.
 9. Hellið síðast rjómanum yfir allt og malið ef til vill smá pipar yfir.
 10. Setjið mótið inn í ofn og bakið í 40-50 mínútur, eða þar til paprikusneiðarnar eru farnar að dökkna vel (ég tók mótið aðeins of snemma úr ofninum (við vorum orðin svo svöng!) þær mega eldast mun meira en sést á myndunum).
 11. Saxið ferska steinselju frekar gróft og stráið yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Tips og trikk

 • Berið fram með fersku salati og ef til vill hvítlauksbrauði.
 • Uppáhalds borðvínið mitt passaði einstaklega vel með þessum rétti, ég veit að það fæst ekki á Íslandi en það er blanda af Sauvignon blanc og Chardonnay, mæli með þeirri blöndu ef þið viljið bera fram vín með matnum.
 • Um þriðjungur hitaeininganna í þessari uppskrift kemur úr pastanu en með því að nota heilhveitipasta í stað hveiti er hægt að draga ansi vel úr kaloríumagni. Full uppskrift fyrir 2 með hvítu pasta inniheldur rétt rúmlega 2000 kkal.
 • Ef uppskriftin er tvöfölduð þarf ekki að tvöfalda magn olíu og krydda, bara sjá til þess að það sé nóg til að þekja það magn pasta sem er notað. Eins þarf ekki að margfalda magnið af osti, bara nota það magn sem þarf til að dreifa vel yfir pastað í mótinu sem er notað.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s