Kjúklingaenchiladas og kryddhrísgrjón með nýrnabaunum

Uppskriftir dagsins eru tvær að þessu sinni og saman leggja þær góðan grunn að góðri mexíkansk-ættaðri máltíð. Um þessar mundir er ég að reyna að grynnka aðeins á baunabirgðum heimilisins og þá liggur auðvitað mjög beint við að borða mexíkanskt! Í þetta skiptið ákvað ég að gera enchiladas með einfaldri tómata- og paprikusósu og nota … Meira Kjúklingaenchiladas og kryddhrísgrjón með nýrnabaunum

Innbakaður lax

Ég hef alls ekki verið nógu dugleg að pósta fiskuppskriftum hingað inn. Það helgast aðallega af því að hér í Danmörku er ekki jafn auðvelt aðgengi að gæðafiski og á Íslandi og við Íslendingar erum algjörlega ofdekruð þegar kemur að góðum fiski! Ég fékk eiginlega nóg þegar ég keypti frosinn þorsk fyrir nokkrum mánuðum; þegar ég … Meira Innbakaður lax

Ofnbakaðar kartöflur með kirsuberjatómötum

Eins og ég hef sagt áður þá er ég stundum svolítið föst í því meðlæti sem ég ber fram með mat og langar að breyta því. Í kvöld gerði ég tilraun sem er kannski ekkert voða framúrstefnuleg í hinu stóra eldhússamhengi heimsins en ég er afskaplega ánægð með afraksturinn. Það er kannski bara af því … Meira Ofnbakaðar kartöflur með kirsuberjatómötum

Sítrónuostakaka með möndlubotni, kókosmarengs og hvítri karamellusósu

Eins gaman og mér þykir að baka og dunda mér í eldhúsinu þá er ég líka stundum löt. Um daginn greip ég með mér svona frosna ostaköku úti í búð: Hún var svosem ágæt en hún gerði voða lítið annað fyrir mig en að minna mig á hvað það var orðið langt síðan ég hef gert … Meira Sítrónuostakaka með möndlubotni, kókosmarengs og hvítri karamellusósu

Kjúklingakjötbollur (með beikoni)

Góð kjötbolluuppskrift er gulls ígildi, því fer ég ekki ofanaf! Ég varð alveg yfir mig glöð þegar ég flutti hingað til Danmerkur og komst að því að það fæst kjúklingahakk í öllum búðum hérna. Fyrir mig, sem hafði ekki borðað hakkrétti í nokkur ár á meðan ég bjó á Íslandi þýddi það nefnilega að ég … Meira Kjúklingakjötbollur (með beikoni)

Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Ég hef verið í pásu frá eldhúsinu síðustu daga og er búin að verja tíma mínum að mestu niðri á Eurovision eyju hvar ég gerðist sjálfboðaliði í þeim tilgangi að fá að sjá Eurovision frá hinni hliðinni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þessi vika var alveg hreint frábær upplifun og svo margt sem gerist bakvið … Meira Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Appelsínumassarína

Þegar kemur að marsipan notkun og neyslu held ég að Danir hljóti að eiga einhvers konar met, sem er kannski skiljanlegt með Odense marsipanverksmiðjuna í bakgarðinum. Um jól og páska er borðað marsipan konfekt og kransakökur og marsipantertur eru bornar á veisluborð við fínustu tilefni. En það má nú alveg nota marsipan í hversdagsbaksturinn líka; … Meira Appelsínumassarína

Túnfisksalat

Þegar maður talar um túnfisksalat hugsa flestir um mæjónesklessu á brauði. Mér finnst vera kominn tími til að breyta því! Túnfiskur er nefnilega alveg hrikalega próteinríkur og hollur og þó að gott mæjósalat sé gott þá er hægt að gera svo margt annað við túnfisk en að hræra hann saman við mæjónes. Þetta salat er … Meira Túnfisksalat