Túnfisksalat

Túnfisksalat
Túnfisksalat

Þegar maður talar um túnfisksalat hugsa flestir um mæjónesklessu á brauði. Mér finnst vera kominn tími til að breyta því!

Túnfiskur er nefnilega alveg hrikalega próteinríkur og hollur og þó að gott mæjósalat sé gott þá er hægt að gera svo margt annað við túnfisk en að hræra hann saman við mæjónes. Þetta salat er eiginlega alveg fullkomið fyrir þá sem vantar hugmyndir að góðum hádegismat, því það er bæði einfalt og fljótlegt að útbúa og því tilvalið að skella í Tupperwareið og taka með sér í vinnuna eða skólann.

Ég er mjög hrifin af svona léttum salötum, sérstaklega á sumrin þegar sólin skín (og maður nennir ekki alltaf að standa yfir heitri eldavélinni).

Það sem þarf í túnfisksalat
Það sem þarf í túnfisksalat

Túnfisksalat

1/2 rauðlaukur (í smærri kantinum)
1/2 græn paprika
1 vorlaukur
fersk steinselja, ca. handfylli
1 dós túnfiskur í olíu
safi úr 1/2 lime
nokkrir dropar tabasco sósa, sambal olek eða annars konar chili sósa eða olía
1 dós (um 250 g) cannellino baunir
salt og pipar eftir smekk

aðferð

  1. Skerið rauðlauk, papriku, vorlauk og steinselju smátt og leggið til hliðar.
  2. Hellið mestu olíunni af túnfisknum og setjið í skál.
  3. Hrærið limesafa og chili samanvið túnfiskinn.
  4. Blandið rauðlauk, papriku, vorlauk og steinselju út í skálina og hrærið saman.
  5. Skolið baunirnar vel og þerrið aðeins, blandið þeim svo varlega við túnfisksblönduna.
  6. Smakkið til með salti og pipar.

Tips og trikk

  • Byrjið á því að setja minna heldur en meira af chili, það er auðveldara að bæta við en að taka af!
  • Salatið er best með limesafa en ef hann er ekki við höndina má nota ca. 2 tsk af sítrónusafa.
  • Það er alveg í lagi að nota túnfisk í vatni, en hrærið þá 1-2 msk af góðri ólífuolíu samanvið fiskinn. Það er bara betra!
  • Heil uppskrift inniheldur um 600 kkal.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s