Appelsínumassarína

Þegar kemur að marsipan notkun og neyslu held ég að Danir hljóti að eiga einhvers konar met, sem er kannski skiljanlegt með Odense marsipanverksmiðjuna í bakgarðinum. Um jól og páska er borðað marsipan konfekt og kransakökur og marsipantertur eru bornar á veisluborð við fínustu tilefni. En það má nú alveg nota marsipan í hversdagsbaksturinn líka; þessi appelsínumassarína fer einstaklega vel með síðdegiskaffinu á hvaða degi sem er!

Þessa köku gerði ég fyrst þegar ég var búin að eiga afgangsbút af marsipani í langan tíma og vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við hann. Á sama tíma átti ég mikið af safaríkum og sætum appelsínum og mér fannst alveg tilvalið að skella þessu saman í eina góða massarínu. Það var svosem svipað ástand á heimilinu í þetta skiptið. Marsipanbitinn var búinn að þvælast fyrir mér í hvert skipti sem ég þurfti eitthvað að gramsa í bakstursskúffunni minni svo ég ákvað að það væri kominn tími til að fjarlægja hann úr skúffunni, greip tvær appelsínur úr ávaxtakörfunni og skellti í eina massarínu á 10 mínútum (fyrir utan baksturstímann auðvitað!).

Appelsínumassarína
Appelsínumassarína

Appelsínumassarína

110 g mjúkt smjör
170 g sykur
80 g marsipan
2 egg
175 g hveiti
50 g möndlumjöl
safi úr 1 1/2 appelsínu

50 g dökkt súkkulaði

aðferð

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Hrærið saman smjör, sykur og marsipan þar til vel blandað.
 3. Þeytið eggin samanvið.
 4. Blandið saman hveiti og möndlumjöli.
 5. Hrærið hveitinu og möndlumjölinu og appelsínusafanum út í deigið til skiptis.
 6. Hellið í smurt, aflangt form.
 7. Bakið í 45-55 mínútur.
 8. Takið kökuna úr ofninum og látið kólna í forminu.
 9. Takið kalda kökuna úr forminu, skerið kúfinn af henni og leggið á disk svo skurðurinn snúi niður.
 10. Bræðið súkkulaðið og smyrjið í þunnu lagi yfir kökuna svo það renni niður hliðarnar.
 11. Njótið með góðum kaffibolla!

Tips og trikk

 • Í stað þess að kaupa möndlumjöl er í góðu lagi að fínmala heilar möndlur í matvinnsluvél.
 • Mótið sem ég nota er ca. 25x11cm og passar vel fyrir þessa uppskrift.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s