Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Ég hef verið í pásu frá eldhúsinu síðustu daga og er búin að verja tíma mínum að mestu niðri á Eurovision eyju hvar ég gerðist sjálfboðaliði í þeim tilgangi að fá að sjá Eurovision frá hinni hliðinni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þessi vika var alveg hreint frábær upplifun og svo margt sem gerist bakvið tjöldin sem maður getur ekki ímyndað sér ef maður hefur bara séð keppnina í sjónvarpinu. Ég mæli hiklaust með þessu ef þið fáið tækifæri til!

Ég var þó farin að sakna eldhússins míns ansi mikið, sænskur mötuneytismatur og samlokur er ekki alveg á uppáhaldslistanum! Það var því með mikilli ánægju að ég gramsaði í skápunum mínum í dag og fór yfir stöðuna á ferskmeti og öðru matarkyns. Niðurstaðan var sú að það var til ansi mikið af grænmeti sem þurfti að nýta og því lá beint við að finna eitthvað gott sem passaði með ofnbökuðu grænmeti.

Fyllingin í kjúklingabringurnar er einföld og hrikalega góð. Ef ykkur vantar eitthvað gott fyrir matarboð eða jafnvel stefnumót þá mæli ég hiklaust með þessu, þessi máltíð hitti allavega vel í mark á mínu heimili. Undirbúningurinn tekur reyndar smá tíma en svo sér ofninn um rest.

Fyllt kjúklingabringa með rótargrænmeti og kryddjurtasósu
Fyllt kjúklingabringa með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Fylltar kjúklingabringur

kjúklingabringur, jafnmargar og matargestir

fylling pr. bringu:
2 vel kúfaðar tsk hreinn rjómaostur
1 tsk ætiþistlapestó (ég notaði úr krukku í þetta skiptið, á þó uppskrift að heimagerðu ætiþistlapestói sem ég ætla að birta við tækifæri – uppfært; uppskriftin er komin inn)

kryddolía pr bringu:
1 msk olía
1/2 tsk paprikuduft
1/2-1 tsk kryddblanda fyrir kjúkling (ég mæli með Kick’n Chicken frá Weber sem hefur fengist í Kosti, eitt af því sem ég ber með mér á milli landa!)

aðferð

 1. Skerið vasa í kjúklingabringurnar.
 2. Hrærið saman rjómaosti og pestó og fyllið bringurnar.
 3. Hrærið saman olíu og kryddum og penslið bringurnar. Þær hafa mjög gott af því að bíða í kannski hálftíma og marinerast aðeins í olíunni ef tími er til.
 4. Steikið bringurnar á pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið og setjið í eldfast mót.
 5. Bakið í ofni við 180°C í 20-25 mínútur.

Rótargrænmeti í ofni

– fyrir 2-3

7-8 smáar kartöflur
1 sæt kartafla í minna lagi (um 150 g)
2 gulrætur
1/2 rauð paprika
1/2 gul paprika
1 rauðlaukur
2-3 hvítlauksgeirar
4 msk olía
2 tsk gróft salt
2 tsk timjan
1 tsk grófur svartur pipar
1 tsk sinnepsfræ
1/2 tsk cumin
1/2 tsk majoram
1/4 tsk dill

aðferð

 1. Hitið ofninn í 215°C.
 2. Afhýðið kartöflur, sætar kartöflur og gulrætur og skerið í grófa bita (skiljið þó gjarnan hýðið eftir á kartöflunum ef það lítur vel út).
 3. Skerið gula og rauða papriku í stóra bita og rauðlaukinn og hvítlauksgeirana í fjórðunga.
 4. Setjið allt grænmetið í stóran zip-loc poka og hellið olíunni og kryddum einnig í pokann.
 5. Lokið pokanum og hristið þannig að allt blandist vel.
 6. Hellið úr pokanum í eldfast mót og setjið í ofninn.
 7. Lækkið hitann í 180°C eftir 20 mínútur, hrærið aðeins í grænmetinu og bakið í aðrar 20-25 mínútur (akkúrat sami tími og kjúklingurinn þarf í ofninum á sama hita, skemmtileg tilviljun!).

Kryddjurtasósa

1 dl sýrður rjómi
3 msk graslaukur, saxaður
2 msk fersk steinselja, söxuð
1/2 msk ferskt basil, saxað
1-2 tsk sítrónusafi
1/4 tsk cumin
salt og pipar eftir smekk

aðferð

 1. Öllu hrært saman.
 2. Smakkað til með salti og pipar

Tips og trikk

 • Berið endilega fram grænt salat með til að bæta smá ferskleika við máltíðina!
 • Ef þið viljið bera fram vín með matnum, veljið þá gott Chardonnay.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s