Kjúklingakjötbollur (með beikoni)

Kjúklingakjötbollur
Kjúklingakjötbollur

Góð kjötbolluuppskrift er gulls ígildi, því fer ég ekki ofanaf!

Ég varð alveg yfir mig glöð þegar ég flutti hingað til Danmerkur og komst að því að það fæst kjúklingahakk í öllum búðum hérna. Fyrir mig, sem hafði ekki borðað hakkrétti í nokkur ár á meðan ég bjó á Íslandi þýddi það nefnilega að ég gat farið að prófa mig áfram með hakk, sem mér finnst algjört æði! Kjötbollurnar tók samt smá tíma að ná almennilegum. Það er eitt að nota kjúklingahakkið í rétti sem eru eldaðir í sósu sem gefur sjálfkrafa bragð og fyllingu í kjötið en hakkið eitt og sér er ansi milt og bragðlítið svo krydd og aðrir bragðgjafar skipta miklu máli, sérstaklega salt svo ekki spara það! Beikonið gefur smá extra úmpf, ég set það reyndar bara í helminginn af bollunum (þann helming sem kærastinn fær á sinn disk) en mér skilst að það sé voða gott að hafa það með!

Kjotbollur2-7723 - Copy
Hráefnin í kjúklingakjötbollur

Kjúklingakjötbollur

– fyrir 2-3

400 g kjúklingahakk
1 laukur í smærra lagi
1 vorlaukur
2 hvítlauksrif
50 g beikon
30 g brie ostur (þéttur, ekki mjúkur)
1 egg
1 dl haframjöl
2 1/2 tsk Maldon salt
1 1/2 tsk pipar
1 tsk basil
1 tsk steinselja
2 dl brauðrasp (t.d. Panko)
1/2 dl sesamfræ

aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Setjið hakkið í skál.
 3. Saxið lauk, vorlauk og hvítlauk smátt og skerið brie og beikon í litla bita og setjið útí skálina.
 4. Bætið eggi og haframjöli útí ásamt kryddum og hrærið vel saman.
 5. Blandið brauðraspi og sesamfræjum saman á djúpum diski.
 6. Mótið hakkið í litlar bollur, veltið þeim upp úr raspblöndunni og raðið á ofnplötu klædda með smjörpappír.
 7. Bakið í ca. 20 mínútur.
Kjúklingakjötbollur tilbúnar inn í ofn
Kjúklingakjötbollur tilbúnar inn í ofn

Tips og trikk

 • Það má líka steikja bollurnar á pönnu, þá finnst mér betra að hafa þær aðeins minni og þær eru steiktar í olíu í 4-5 mínútur á hvorri hlið.
 • Mér finnst sætar kartöflur og sveppasósa passa alveg svakalega vel með þessum bollum, sveppasósuna er einfalt að gera á pönnu eftir að bollurnar eru steiktar, það gefur gott bragð í sósuna.
 • Í staðinn fyrir að blanda ostinum samanvið kjötið er líka mjög gott að hafa ostafyllingu í miðri bollunni, þá er hver bolla mótuð utan um væna flís af ostinum.
 • Þessa uppskrift má líka nota með annarskonar hakki, t.d. blönduðu svína- og kálfahakki. Þá mæli ég með því að minnka saltmagnið um 1/2-1 tsk, sleppa basil og nota 1-2 tsk af paprikudufti útí hakkið í staðinn.
Steiktar kjötbollur í sveppasósu
Steiktar kjötbollur í sveppasósu

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s