Innbakaður lax

Innbakaður lax með grænmeti og rjómasósu
Innbakaður lax með grænmeti og rjómasósu

Ég hef alls ekki verið nógu dugleg að pósta fiskuppskriftum hingað inn. Það helgast aðallega af því að hér í Danmörku er ekki jafn auðvelt aðgengi að gæðafiski og á Íslandi og við Íslendingar erum algjörlega ofdekruð þegar kemur að góðum fiski! Ég fékk eiginlega nóg þegar ég keypti frosinn þorsk fyrir nokkrum mánuðum; þegar ég var búin að þíða pakkann og opnaði hann reyndist fiskurinn skemmdur (hefur líklega þiðnað og verið frystur aftur) og ónothæfur með öllu. Það kvöldið var heimsend pizza í matinn! Svona reynsla gerir það að verkum að ég á bara erfitt með að treysta fiskinum sem maður fær hérna. Í matvörubúðum er heldur ekkert óalgengt að ‘ferskur’ fiskur sitji frammi í allt að viku fram yfir pökkunardag og það finnst mér ekkert sérstaklega ferskt. Það sem er nokkurn vegin seif er fiskfars og frosin rauðspretta í raspi svo það er nokkurn vegin okkar fiskneysla í hnotskurn. Ekki mjög spennandi fyrir bloggið en ágætt engu að síður.

Af og til er maður þó heppinn og nær nánast nýjum laxi eða þorski í kælinum og þá getur maður gert eitthvað gott. Og bloggað um það!

Eins og má kannski sjá af sumum uppskriftunum mínum er ég mjög hrifin af því að elda mat sem virðist vera flóknari en hann er í raun og veru. Þetta er einn af þessum réttum sem er einfalt að útbúa fyrir matarboð, stefnumót eða kósíkvöld; lágmarks undirbúningstími en vekur hámarks hrifningu!

Fjögur einföld skref
Fjögur einföld skref

Innbakaður lax

– fyrir 2

1 rúlla smjördeig
400 g stykki lax, roð- og beinhreinsað
1-2 tsk sítrónupipar
2 vorlaukar (græni hlutinn)
1/2 rauðlaukur
4-5 hvítir sveppir
3 msk smurostur, sveppa eða rækju
1/2 dl rjómi
2 tsk paprikuflögur (krydd, ekki snakk!)
1 tsk salt

aðferð

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Breiðið smjördeigið út á bökunarplötu með smjörpappír og setjið laxinn í ca. miðjuna.
  3. Kryddið fiskinn með sítrónupipar (mynd 1)
  4. Saxið vorlaukinn og rauðlaukinn smátt og skerið sveppina í sneiðar. Dreifið grænmetinu yfir fiskinn (mynd 2)
  5. Hrærið saman smurost og rjóma og kryddið með paprikuflögum og salti. Hellið yfir grænmetið (mynd 3)
  6. Skerið raufar í brúnirnar á deiginu og fléttið upp þar til fiskurinn er innpakkaður (mynd 4).  Eða pakkið honum bara eins og þið viljið, gætið þess bara að það séu göt eða rifur á deiginu svo gufa sleppi út og deigið puffist ekki upp!
  7. Bakið í miðjum ofni í 25-30 mínútur.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s