Kjúklingaenchiladas og kryddhrísgrjón með nýrnabaunum

Enchiladas
Enchiladas

Uppskriftir dagsins eru tvær að þessu sinni og saman leggja þær góðan grunn að góðri mexíkansk-ættaðri máltíð.

Um þessar mundir er ég að reyna að grynnka aðeins á baunabirgðum heimilisins og þá liggur auðvitað mjög beint við að borða mexíkanskt! Í þetta skiptið ákvað ég að gera enchiladas með einfaldri tómata- og paprikusósu og nota baunirnar til að gera hrísgrjónin að matarmeira meðlæti, nokkuð sem er ekkert óalgengt í nútíma norðlægri mexíkanskri matargerð. Hrísgrjónin eru líka góð með annars konar mat og með því að bæta aðeins meira grænmeti út í pottinn væri þetta líka rosa góður aðalréttur fyrir þá sem fíla grænmetis- og baunarétti.

Enchiladas, kryddgrjón og avocadosalat
Enchiladas, kryddgrjón og avocadosalat

Kjúklingaenchiladas

– fyrir 2-3

1 laukur
3 hvítlauksrif
1/2 rauð paprika
1/2 grænn chili
2 tsk oregano
1 tsk blandaður pipar (eða grófmalaður svartur pipar)
1/2 tsk cumin
1 dós hakkaðir tómatar
1/2 kjúklingateningur
1  dl vatn
2 kjúklingabringur
salt og pipar eftir smekk
3 tortillakökur
1 1/2 dl rifinn cheddar ostur
vorlaukur
kóríander

aðferð

 1. Skerið lauk, hvítlauk, papriku og chili gróflega og steikið í olíu á pönnu við meðalhita, gætið þess að grænmetið brúnist ekki.
 2. Kryddið með oregano, pipar og cumin.
 3. Hrærið hökkuðu tómötunum út á pönnuna ásamt kjúklingateningi og vatni.
 4. Látið sjóða í smástund þar til sósan er farin að þykkna.
 5. Hellið sósunni í háa, hitaþolna skál og maukið með töfrasprota.
 6. Leggið til hliðar.
 7. Hitið ofninn í 190°C.
 8. Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu, kryddið með salti og pipar.
 9. Þegar kjúklingurinn er að verða tilbúinn, hellið þá um 2 dl af sósunni út á pönnuna og látið hann klára að eldast í vökvanum.
 10. Stingið tortillakökunum í ofninn í ca. mínútu eða þar til þær eru volgar og mjúkar að vinna með.
 11. Ausið 1/3 af kjúklingnum (og sósunni sem er á pönnunni) í eina rönd eftir miðju hverrar köku.
 12. Rúllið þeim upp og raðið í eldfast mót þannig að samskeytin snúi niður.
 13. Ausið restinni af sósunni yfir tortillakökurnar, stráið ostinum yfir og bakið í 20 mínútur.
 14. Takið úr ofninum og stráið gróft söxuðum vorlauk og kóríander yfir.

Tips og trikk

 • Í staðinn fyrir kjúklingatening og vatn má að sjálfsögðu nota 1 dl af kjúklingasoði.
 • Ef töfrasproti er ekki til staðar er hægt að mauka sósuna í blandara en áferðin verður öðruvísi og sósan verður aðeins þynnri. Ef hvorki töfrasproti né blandari er til staðar, skerið þá grænmetið fínt og sleppið skrefi 5.
 • Þessi útgáfa er ekki mjög sterk en þó vel bragðmikil. Ef þið eruð fyrir sterkan mat, notið þá heilan chilipipar.
 • Einfalt avocadosalat hentar vel til að fullkomna máltíðina; avocado, kirsuberjatómatar og grænblaða salat eftir smekk (hér er spínat með). Einföld dressing úr limesafa og ólífuolíu passar vel með.
 • Ekki gleyma sýrðum rjóma!
Enchiladas, kryddgrjón og avocadosalat
Enchiladas, kryddgrjón og avocadosalat

Kryddhrísgrjón með baunum

– fyrir 2-3 með mat

1/2 laukur
1 hvítlauksrif
2 tsk oregano
2 tsk paprikuflögur
1/2 tsk cumin
1/2 tsk gróft salt (t.d. Maldon salt)
1/2 tsk chiliduft eða cayennepipar
1-2 tsk tómatkraftur
1 dós nýrnabaunir
1 1/2 dl brún hrísgrjón
3 1/2 dl vatn

aðferð

 1. Skerið lauk og hvítlauk smátt og hitið í smá olíu ásamt oregano, paprikuflögum, cumin, salti og chilidufti.
 2. Þegar laukurinn er farinn að verða glær, hrærið þá tómatkraftinum útí.
 3. Bætið þvínæst nýrnabaunum, brúnum hrísgrjónum og vatni útí og sjóðið undir loki þar til hrísgrjónin eru tilbúin, sem ætti að vera um 20-25 mínútur.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s