Kjúklingur í paprikusósu

Stundum ræður ísskápurinn algjörlega hvað er í matinn.

Þar sem við erum bara tvö í heimili getur verið erfitt að kaupa inn í réttu magni svo oftar en ekki eru alls konar restar af hinu og þessu grænmeti og öðrum vörum í ísskápnum. Þó við reynum nú að vera skynsöm í matarinnkaupum er staðan stundum þannig að það bara VERÐUR að nota ákveðna hluti sem eru á síðasta snúningi  og þá er alveg ágætt að vera með eldhúsvænt hugmyndaflug!

Þessi fíni ofnréttur varð til á einum svona degi þegar paprikurnar voru við það að fara að mýkjast, vorlaukurinn farinn að slappast aðeins og tveir dagar í að jógúrtin rynni út. Þar með hófst tilraunastarfsemin og í þetta skiptið var niðurstaða tilraunarinnar sérlega ljúffeng!

Kjúklingur í paprikusósu
Kjúklingur í paprikusósu

Kjúklingur í paprikusósu

– fyrir 2-3

marinering/sósa
2 rauðar paprikur
2 hvítlauksgeirar
1 tsk kóríanderduft
1/2 tsk chiliflögur
salt eftir smekk
1/2 rauðlaukur
2 vorlaukar
2 msk ólífuolía
1 dl jógúrt
2 msk sítrónusafi (helst nýkreistur)

2-3 kjúklingabringur

ferskur kóríander (má sleppa)
fersk steinselja (má sleppa)

aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Leggið álpappír á bökunarplötu og paprikurnar á plötuna.
 3. Bakið paprikurnar í 20 mínútur, snúið þeim svo við og bakið í 20 mínútur til viðbótar.
 4. Leyfið paprikunum að kólna aðeins, fjarlægið svo stilka og fræ úr þeim og afhýðið. Athugið að hýðið ætti að renna auðveldlega af, ef það gerir það ekki þarf að baka þær lengur.
 5. Maukið paprikurnar í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, cumin, kóríander, chiliflögum og salti. Hellið blöndunni í skál.
 6. Saxið rauðlauk og vorlauk smátt.
 7. Hrærið rauðlauk, vorlauk, ólífuolíu, jógúrt og sítrónusafa saman við paprikublönduna.
 8. Skerið kjúklingabringurnar í frekar grófa teninga (2-3 cm) og setjið út í sósuna. Látið standa í kæli í að minnsta kosti klukkustund.
 9. Hellið kjúklingnum og sósunni í eldfast mót og bakið í 190°C heitum ofni í 30 mínútur.
 10. Takið úr ofninum og stráið kóríander og steinselju yfir mótið.

Tips og trikk

 • Berið fram með brúnum hrísgrjónum, salati og rifnu, ristuðu pítubrauði.
 • Jógúrtin gerir það að verkum að sósan skilur sig aðeins í ofninum. Það hefur ekki áhrif á bragðið, bara áferðina. Ef þið viljið sleppa við þetta er ágætt að sía jógúrtina í gegnum kaffifilter, t.d. á meðan paprikurnar eru í ofninum. Ef það er gert, notið þá 1-2 matskeiðar af jógúrt til viðbótar.
 • Til að spara tíma má hræra öllu nema jógúrtinni saman kvöldið áður en rétturinn er eldaður og láta standa í ísskáp yfir nótt.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s