Ætiþistlapestó

Fyrir nokkru birti ég uppskrift að fylltum kjúklingabringum þar sem fyllingin samanstóð af ætiþistlapestói og rjómaosti. Í þeirri færslu lofaði ég uppskrift að heimagerðu ætiþistlapestói og efni það loforð hér með! Pestó er einn af þessum hlutum sem ég kynntist ekki almennilega fyrr en ég var farin að nálgast fullorðinsaldur. Ég veit ekki alveg hvort … Meira Ætiþistlapestó

Eplabaka með kanilkaramellu

Bökur eru dásamlegar, finnst ykkur það ekki?! Hérna í nágrenninu er hellingur af ávaxtatrjám, bæði kirsuberja-, plómu- og eplatrjám. Þvílíkt himnaríki fyrir bökuunnendur! Kirsuberin eru komin vel á veg nú þegar og ekki langt í að það sé hægt að fara út í berjatínslugöngutúr og þá fáið þið alveg örugglega uppskrift að kirsuberjaböku, ó hvað … Meira Eplabaka með kanilkaramellu

Provencal kjúklingur í hægsuðupotti

Nú eru sko spennandi hlutir að gerast í eldhúsinu! Mig hefur lengi langað til að eignast hægsuðupott, þá týpu sem á ensku kallast crock-pot eða dutch oven og nú um helgina varð þessi eldhúsdraumur minn að veruleika þegar við fjárfestum í fagurrauðum Pyrex steypujárnspotti. Þetta er nú samt eiginlega alveg kolrangur árstími til að fá … Meira Provencal kjúklingur í hægsuðupotti

Baunabuff með asísku ívafi

Í ákveðinni búð hérna í bænum eru reglulega tilboð á niðursoðnum baunum og tómötum og ég á það til að grípa með mér slatta sem safnast svo upp í búrskápnum. Einmitt þess vegna stendur núna yfir átakið ‘BORÐUM BAUNIR’ hérna á heimilinu til að grynnka aðeins á staflanum; baunasalöt, baunabætt hrísgrjón, baunabættir pottréttir, baunaþetta og … Meira Baunabuff með asísku ívafi

Appelsínuskónur með hvítu súkkulaði

Hvað í ósköpunum heita ‘scones’ á íslensku? Það er hálf ergilegt að hið upplagða orð ‘skonsur’ skuli vera frátekið fyrir annað, við getum kannski bara kallað þetta skónur í staðinn? Ég ætla að prófa það í þessari færslu! Ég hef lengi ætlað mér að eignast góða skónu uppskrift en hef einhvern vegin ekki gert mikið … Meira Appelsínuskónur með hvítu súkkulaði