Appelsínuskónur með hvítu súkkulaði

Appelsínuskónsur
Appelsínuskónur

Hvað í ósköpunum heita ‘scones’ á íslensku?

Það er hálf ergilegt að hið upplagða orð ‘skonsur’ skuli vera frátekið fyrir annað, við getum kannski bara kallað þetta skónur í staðinn? Ég ætla að prófa það í þessari færslu!

Ég hef lengi ætlað mér að eignast góða skónu uppskrift en hef einhvern vegin ekki gert mikið af því hingað til að baka svoleiðis. Ég rakst svo fyrir skemmstu á uppskrift á heimasíðu Odense marsipanframleiðandans sem mér fannst vera girnileg en ég varð fyrir pínu vonbrigðum með útkomuna; skónurnar voru frekar þurrar og bragðlitlar og voða blah eitthvað… Og hvað gerir maður þá? Maður brettir upp ermar, breytir og bætir þangað til þær eru orðnar mjúkar og fínar og fullkomnar með sunnudagskaffinu!

Appelsínuskónsur
Appelsínuskónur

Appelsínuskónur með hvítu súkkulaði

– 7-10 stykki

250 g hveiti
2 msk sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1/4 tsk salt
40 g marsipan
50 g kalt smjör
1 dl hreinn appelsínusafi (safi úr 1 appelsínu)
1/2 dl mjólk
75 g hvítt súkkulaði

aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Blandið þurrefnunum saman í skál.
 3. Rífið marsipanið út í skálina með grófu rifjárni.
 4. Skerið smjörið í bita og ‘klípið’ saman við þurrefnin og marsipanið.
 5. Bætið appelsínusafa og mjólk útí og hrærið lauslega saman með sleif.
 6. Saxið súkkulaðið og bætið út í skálina.
 7. Hnoðið deigið létt saman með höndunum þar til það loðir saman.
 8. Fletjið deigið út þar til það er um 1,5-2 cm á þykkt.
 9. Notið lítið glas til að stinga út kökur og leggið á plötu.
 10. Bakið í ca. 15 mínútur.

Tips og trikk

 • Það má blanda þurrefnum og smjöri saman í matvinnsluvél. Notið þó sleif til að hræra vökvanum saman við deigið.
 • Berið fram með hindberjasultu eða sítrónuhlaupi (lemon curd).

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s