Kúskús kjúklingasalat

Það er ekki langt þangað til það verða liðin heil fimm ár frá því ég flutti búferlum til Danmerkur. Ég kann mjög vel við mig hérna og sérstaklega á sumrin. Ég er algjörlega búin að venjast því að hitinn sé í kringum 20°C marga daga í röð og er löngu hætt að fá hið íslenska ‘sólarsamviskubit’ yfir því að vera innandyra þó sólin skíni úti!

Á þessum góðu sumardögum er svo gott að borða eitthvað létt og ferskt og uppskrift dagsins á alveg einstaklega vel við í sólinni. Eða það fannst mér allavega þegar ég fékk góða gesti í hádegismat einn daginn og við settumst út í garð með salat og sangriu. Það er fátt betra en að njóta góðs matar í góðum félagsskap, það er alveg á hreinu!

 

Kúskús kjúklingasalat
Kúskús kjúklingasalat

Kúskús kjúklingasalat

– fyrir 3-4

3 kjúklingabringur
3 msk ólífuolía
safi úr 1/2 sítrónu
2 tsk hunang
1 lítið hvítlauksrif, pressað
1 tsk cumin
salt og pipar

500 ml vatn
1/2 kjúklingateningur
1 tsk túrmerik
1 tsk cumin
1/4 tsk kanill
1/2 msk engifer (rifinn ferskur eða mauk)
1 hvítlauksrif, pressað
1/4 tsk gróft salt
3,5 dl gróft kúskús

2 gulrætur
1 rauð paprika
1 lítill rauðlaukur
50 g möndluflögur
1 box kirsuberjatómatar

2 msk ólífuolía
safi úr 1/2 sítrónu
2 tsk hunang

fersk steinselja

aðferð

 1. Setjið kjúklingabringurnar á disk eða í annað ílát.
 2. Hrærið saman ólífuolíu, sítrónusafa, hunangi, hvítlauk og cumin.
 3. Penslið bringurnar með blöndunni og látið standa í kæli í 1-2 klst.
 4. Hitið ofninn í 180°C, kryddið bringurnar með salti og pipar og bakið í 25 mínútur, setjið þá ofninn á grillstillingu og eldið í 5-10 mínútur til viðbótar.
 5. Takið bringurnar úr ofninum, kælið og skerið í bita.
 6. Setjið vatnið í pott ásamt kjúklingateningi, túrmerik, cumin, kanil, engifer, hvítlauk og salti. Látið suðuna koma upp.
 7. Hrærið kúskús útí vatnið, takið pottinn af hellunni og látið hann standa með loki á í nokkrar mínútur þar til kúskúsið er orðið mjúkt.
 8. Hrærið aðeins í gegnum kúskúsið með gaffli, látið það svo kólna. Ef það er of blautt, setjið pottinn þá á heita helluna og látið vökvann gufa aðeins upp.
 9. Þegar kúskús og kjúklingur er volgt/kalt (eins og þið viljið hafa það), setjið þá kúskúsið í skál.
 10. Rífið gulræturnar á grófu rifjárni og skerið papriku og lauk smátt. Hrærið samanvið kúskúsið ásamt möndlum.
 11. Hrærið saman ólífuolíu, sítrónusafa og hunang og blandið samanvið kúskúsið.
 12. Dreifið kjúklingabitunum og kirsuberjatómötunum yfir salatið, grófskerið steinseljuna og stráið yfir.

Tips og trikk

 • Berið fram með góðu brauði, sem hver og einn dýfir í ólífuolíu og dukkah-blöndu (sjá til dæmis uppskrift hér). Það er líka mjög gott að strá dukkah yfir salatið.
 • Ef tíminn er naumur má alveg nota tilbúinn kjúkling (eða kjúklingaafganga) í salatið en sítrónukjúklingurinn passar mjög vel við bragðið í salatinu.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s