Eplabaka með kanilkaramellu

Bökur eru dásamlegar, finnst ykkur það ekki?!

Eplabaka með kanilkarmellu
Eplabaka með kanilkarmellu

Hérna í nágrenninu er hellingur af ávaxtatrjám, bæði kirsuberja-, plómu- og eplatrjám. Þvílíkt himnaríki fyrir bökuunnendur! Kirsuberin eru komin vel á veg nú þegar og ekki langt í að það sé hægt að fara út í berjatínslugöngutúr og þá fáið þið alveg örugglega uppskrift að kirsuberjaböku, ó hvað það verður gaman!

Í dag er hins vegar eplapæ á dagskrá. Þetta eplapæ er aðeins öðruvísi en þessi hefðbundnu sem nota kanilsykur til að sæta eplin því hér er kanill og sykur og fleira gott soðið saman í karamellu sem er hellt með í mótið. Í ofninum bráðnar karamellan samanvið safann úr eplunum og úr verður þykk, nokkurs konar sósa sem er alveg meiriháttar góð, sérstaklega þegar maður borðar bökuna með vanilluís (sem ég mæli eindregið með að þið gerið!).

Pie

Eplabaka með kanilkaramellu

bökuskel
250 g hveiti
3 msk sykur
1/2 tsk salt
160 g kalt smjör
2-3 msk kalt vatn (meira ef þarf)

kanilkaramella
50 g sykur
2 msk hunang
60 g kalt smjör
1 1/3 dl rjómi
1 tsk kanill
1/2 tsk vanilludropar

4-5 hálfsúr epli
2 msk kartöflumjöl eða maismjöl
1 egg eða mjólk til að pensla

aðferð

bökudeig

 1. Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál.
 2. Skerið kalt smjörið í teninga og hnoðið saman í höndum eða með deigskera.
 3. Setjið 2 skeiðar af köldu vatni útí og hnoðið. Ef deigið helst ekki saman, bætið þá 1 msk af vatni útí í einu þar til það loðir saman.
 4. Skiptið deiginu í 2 hluta, annar á að vera aðeins stærri, hnoðið þeim saman í kúlu og fletjið létt út með lófanum.
 5. Pakkið deighlutunum inn í plast og kælið í minnst klukkustund og allt að einn sólarhring.

kanilkaramella

 1. Hitið sykur og hunang saman við vægan hita í góðum potti þar til þar er bubblandi og gyllt!
 2. Skerið kalt smjörið í teninga og hrærið því útí.
 3. Takið pottinn af hitanum og hrærið rjóma, kanil og vanillu útí.
 4. Setjið pottinn aftur yfir hitann og látið sjóða í 3-4 mínútur.
 5. Leyfið karamellunni að kólna.

samsetning

 1. Hitið ofninn í 220°C.
 2. Fletjið stærri hluta bökudeigsins út í hring (mynd 1) þar til þvermálið nægir til að þekja bökumótið.
 3. Færið útflatt deigið yfir í formið og þrýstið því varlega í botninn og upp hliðarnar (mynd 2).
 4. Fjarlægið umfram deigið, rúllið því upp í mjóa lengju (mynd 3) og leggið þær eftir brún formsins (mynd 4). Athugið að þessu skrefi má alveg sleppa en er mjög gott til að festa efri og neðri deighluta saman og móta góðan kant á bökuna.
 5. Afhýðið eplin, fjarlægið kjarnann og skerið í sneiðar.
 6. Stráið kartöflu- eða maismjölinu yfir botninn.
 7. Setjið botnfylli af eplum í mótið og ausið 3-4 matskeiðum af karamellunni yfir (mynd 5).
 8. Endurtakið lag fyrir lag, epli og karamellu þar til hvort tveggja er uppurið.
 9. Fletjið minni deighlutann út og leggið hann yfir mótið. Skerið göt í lokið, annað hvort áður eða eftir að það er sett á.
 10. Lokið bökunni þétt með því að þrýsta niður á kantinn eða móta hann að vild. Notið e.t.v. afskurð til að búa til skreytingar og fínerí! (mynd 6)
 11. Penslið með eggi eða mjólk.
 12. Bakið í 15 mínútur, lækkið þá í 180°C og bakið í 40 mínútur til viðbótar.
 13. Kælið bökuna alveg áður en hún er borðuð.

Tips og trikk

 • Bökudeigið þarf ekki að hnoða mikið, bara rétt þannig að það loði saman og það á heldur ekki að vera of blautt.
 • Vegna þess hve deigið er laust í sér þarf að fara varlega þegar það er flatt út. Ef deigið rifnar mikið á köntunum er best að ýta því saman með höndunum, rúlla varlega yfir deigið 5-6 sinnum og ýta því saman og endurtaka þar til það helst saman þegar það er rúllað yfir það.
 • Það er mjög mikilvægt að skera göt í lokið svo gufa sleppi úr bökunni. Mér finnst best að skera þau í deigið áður en ég legg það yfir formið en aðrir vilja skera þau eftirá. Ef bakarinn treystir sér til má líka nota svokallað ‘fléttað’ lok á þessa böku.
 • Til að brúnirnar dökkni ekki of mikið er hægt að vefja álpappír utan um kantinn og brjóta hann þannig að hann nái ca. 5 cm inn fyrir brúnina.
 • Bökudeig geymist vel í frysti og er gott að eiga og grípa í þegar mann langar í eitthvað gott!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s