Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Kinóa eða kinva… Það er spurningin! Alveg frá því að ég kynntist þessari korntegund fyrst og fór að leita að upplýsingum og uppskriftum á netinu hefur það verið sumum bloggurum og öðrum matgæðingum mikið kappsmál að leiðrétta hvern þann sem ber orðið quinoa fram sem ‘kin-ó-a’ og vísa í að orðið er hljóðritað eftir spænska framburðinum ‘kin-va’. Málið er bara að ‘kin-va’ virkar ekkert sérstaklega vel með íslenskri hljóðfræði svo ég ætla bara að halda áfram að segja kinóa. Þið hin ráðið svo bara sjálf hvað þið gerið!

Hvernig sem maður ber þetta fram, þá er quinoa alveg ágætis grunnur í bæði heita rétti og köld salöt. Það er kolvetnaríkt, en einnig ríkt af prótínum, trefjum, vítamínum og öðrum snefilefnum sem kroppurinn þarf á að halda.  Mér finnst mjög gott að krydda það við eldun því það er frekar óspennandi ef maður gerir ekkert við það, í þessu tilfelli notaði ég innblástur úr svokallaðri Tex-Mex matargerð til að bragðbæta og útkoman er eitt af uppáhalds sumarsalötunum okkar!

Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum
Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Quinoa salat

– fyrir 2-3

2 1/2 dl quinoa (þurrt)
450 ml vatn
1/2 kjúklinga- eða grænmetisteningur
1 tsk þurrkað oregano
1 tsk paprikuflögur (má sleppa, notið þá ríflega af paprikudufti)
1 tsk paprikuduft
1/2 tsk cumin
1/4 tsk cayenne pipar
1 tsk tómatkraftur
1 hvítlauksrif, pressað eða rifið á fínu rifjárni
100 g frosið spínat

2 vorlaukar, græni hlutinn
1/2 rauðlaukur
1/2 rauð paprika
1 stórt avocado (eða 2 lítil)
8-10 kirsuberjatómatar
1 dós nýrnabaunir
1 lítil dós maísbaunir
ferskur kóríander

2 msk ólífuolía
safi úr 1/2 lime
2 tsk hunang

aðferð

 1. Setjið quinoa, vatn, tening, krydd, oregano, paprikuflögur, paprikuduft, cumin, cayenne pipar, tómatkraft, hvítlauk og spínat í pott.
 2. Látið sjóða undir loki í ca. 20 mínútur, eða þar til quinoa hefur dregið vökvann í sig.
 3. Hrærið aðeins í gegnum quinoa með gaffli og látið kólna.
 4. Skerið vorlauk, rauðlauk og papriku frekar smátt.
 5. Skerið avocado í teninga og kirsuberjatómatana í tvennt.
 6. Hellið vökvanum af nýrnabaunum og maísbaunum.
 7. Skerið eða rífið kóríanderinn gróflega.
 8. Blandið öllu saman við kælt quinoað.
 9. Hrærið saman ólífuolíu, limesafa og hunang, hellið yfir salatið og blandið vel.

Tips og trikk

 • Þessi útgáfa er kjötlaus en það mætti að sjálfsögðu bæta kjöti í salatið, til dæmis kjúklingi eða þunnt skornu nautakjöti. Þetta salat má líka bera fram sem meðlæti með aðalrétti.
 • Ef þið viljið sterkari útgáfu mætti skera grænan chilipipar smátt og setja með í salatið.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s