Kjúklingur undir sæng

Þegar ég gerði þennan í fyrsta skipti fannst mér kjúklingabringurnar líta út eins og þær væru bara komnar undir hvíta, mjúka og flöffí sæng þar sem þær lágu í forminu og biðu eftir að fara inn í ofn. Svo það er nafnið sem festist við þennan rétt; kjúklingur undir sæng!

Undanfarið hef ég verið að nýta heimagerða pestóið mitt í hitt og þetta og þar kemur þessi uppskrift sterk til leiks. Mér finnst hún svolítið skemmtileg og hún er góð tilbreyting frá hefðbundnum fylltum kjúklingabringum. Ég útbjó þessar einmitt þegar ég fékk nokkrar vinkonur í mat um daginn; undirbúningurinn tók ekki nema um 10 mínútur og svo sá ofninn um rest!

Mér finnst mjög gott að bera fram ofnbakaðar kartöflur með kirsuberjatómötum með bringunum, gott grænt salat og kalda sósu eftir smekk.

Kjúklingur undir sæng
Kjúklingur undir sæng

Kjúklingur undir sæng

– fyrir 2

2 kjúklingabringur

3 (ríflegar) msk grísk jógúrt
3/4 dl fínt rifinn parmesan ostur
2-3 msk ætiþistlapestó
1 hvítlauksrif, pressað eða rifið á fínu rifjárni
1 1/2 tsk laukduft
1 tsk salt (helst grófmalað eða t.d. Maldon salt)
1/2 tsk pipar

100 g frosið spínat (þíðið fyrir notkun og pressið mesta vökvann úr)
6-7 kalamata ólífur (eða svartar ólífur)

aðferð

 1. Hitið ofninn í 190°C.
 2. Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót eða á álpappírsklædda bökunarplötu.
 3. Hrærið saman grískri jógúrt, parmesan, ætiþistlapestói, hvítlauk, laukdufti, salti og pipar.
 4. Smyrjið ca. 1/4 af blöndunni á hvora bringu.
 5. Setjið helming af spínatinu á hvora bringu og þekið svo  með restinni af blöndunni.
 6. Steinhreinsið ólífurnar ef þess þarf, skerið þær smátt og stráið yfir bringurnar.
 7. Bakið í ca. 25 mínútur.

Tips og trikk

 • Fyrir þá sem vilja alls ekki ólífur er líka gott að saxa sólþurrkaða tómata og strá yfir bringurnar áður en þær eru bakaðar.
 • Það má alveg nota annars konar pestó í staðinn fyrir ætiþistlapestóið en það hefur auðvitað áhrif á bragðið af réttinum.
 • Þar sem ég setti allt saman í ofninn þurfti ég aðeins að aðlaga tímann á kartöflunum frá upphaflegu uppskriftinni. Ég hafði þær í 20 mínútur á 225°C og setti svo kjúklinginn inn með þeim á 190°C í 25 mínútur.
 • Lauslega útreiknað inniheldur ein kjúklingabringa með meðalskammti af kartöflum og tómötum, salati og sósu um 650 kkal.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s