Tvíbakaðar kartöflur

Hugmyndin á bakvið uppskrift dagsins kemur beint frá Bandaríkjunum. Þessar kartöflur eru vinsælt meðlæti með alls konar kjötréttum og eru tilvaldar til að bera fram í stað hefðbundinna bakaðra kartaflna í matarboði nú eða bara með kvöldmatnum!

Tvíbakaðar kartöflur
Tvíbakaðar kartöflur

Tvíbakaðar kartöflur

2 bökunarkartöflur
30-40 g beikon
1 1/2 msk sýrður rjómi
2 msk graslaukur, saxaður smátt
2 msk fersk steinselja, söxuð
15 g mjúkt smjör
50 g rifinn cheddar ostur
salt og pipar

aðferð

  1. Hitið ofninn í 210°C.
  2. Vefjið kartöflurnar inn í álpappír og bakið í ca. klukkutíma eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
  3. Á meðan kartöflurnar eru í ofninum, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu þar til þeir eru stökkir. Leggið til hliðar.
  4. Takið kartöflurnar úr út ofninum og skerið þær í tvennt langsum. Lækkið hitann á ofninum í 190°C.
  5. Fjarlægið innvolsið með skeið (skiljið eftir nokkra millimetra við hýðið) og setjið í skál. Leggið hýðin aftur á ofnplötuna.
  6. Setjið beikon, sýrðan rjóma, graslauk, steinselju, smjör og cheddar ost í skálina með kartöflunum og kryddið með salti og pipar. Hrærið lauslega saman með gaffli þar til blandan er mjúk. Ath. að geyma smá af cheddar ostinum til að strá yfir kartöflurnar.
  7. Notið skeið til að setja kartöflublönduna aftur í hýðin, stráið cheddar osti yfir og bakið í 25 mínútur.
Kartöflurnar tilbúnar í ofninn
Kartöflurnar tilbúnar í ofninn
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s