Kalt eggjanúðlusalat með hnetukjúklingi

Kalt eggjanúðlusalat með hnetukjúklingi
Kalt eggjanúðlusalat með hnetukjúklingi

Því miður fyrir Ísland og Íslendinga ætlar þetta sumar ekki að vera neitt sérlega spennandi, svona veðurfarslega séð allavega. Hérna hinum megin við hafið gætum við ekki verið ánægðari, hitinn hangir í kringum 20 gráðurnar og framundan eru strandferðir, hjólatúrar, ávaxtatínsla og allskonar skemmtilegt!

En þó það vanti kannski smá upp á sumarið utandyra er samt alltaf hægt að hafa smá sumar í eldhúsinu. Þetta yndislega salat lífgar upp á jafnvel gráasta dag og græjar upp exótíska stemningu um leið og maður byrjar að borða! Þetta er algjörlega hands down eitt af mínum uppáhalds og það er mér mikil ánægja að deila þessu með ykkur í dag.

Salad-8344

Kalt eggjanúðlusalat með hnetukjúklingi

– fyrir 2

1 kjúklingabringa

marinering
1 (væn) msk gróft hnetusmjör
1 msk sæt chilisósa
2 tsk soyasósa
1 lítið hvítlauksrif, pressað
1/2 tsk engifer, rifið ferskt eða mauk

100 g eggjanúðlur

1/2 græn paprika
1/4 rauðkálshaus (minna ef hann er mjög stór)
1 haus romaine salat (gjarnan fjólublátt ef það fæst)
2 lúkur ferskt spínat
2 vorlaukar, græni hlutinn
1 lúka fersk steinselja
1 lúka ferskur kóríander
1/4 dl sesamfræ

dressing
1 1/2 dl sýrður rjómi
2 1/2 msk sæt chilisósa
1 msk ostrusósa
1/2-1 msk limesafi
1/2 tsk engifer, rifið ferskt eða mauk

aðferð

 1. Hrærið saman hnetusmjöri, sætri chilisósu, soyasósu, hvítlauk og engifer og smyrjið yfir kjúklingabringuna.
 2. Látið hana standa í ísskáp í ca. klukkustund.
 3. Bakið við 180°C í 25-30 mínútur í eldföstu formi.
 4. Takið fulleldaða bringuna út, leggið álpappír yfir formið og látið kólna.
 5. Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum, skolið þær með köldu vatni í sigti og leggið til hliðar til að kæla.
 6. Skerið papriku, rauðkál og romaine salat í strimla.
 7. Skerið spínatlaufin, steinselju og kóríander gróflega og saxið vorlaukinn.
 8. Setjið kældar núðlurnar í skál ásamt papriku, rauðkáli, romaine, spínati, vorlauk og ca. 2/3 af steinselju, kóríander og sesamfræjum.
 9. Hrærið saman öllu sem fer í dressinguna og hellið yfir núðlurnar og grænmetið. Blandið vel.
 10. Skerið kjúklingabringuna í þunnar sneiðar og leggið ofaná salatið.
 11. Stráið restinni af kryddjurtum og sesamfræjum yfir.
Kalt eggjanúðlusalat með hnetukjúklingi
Kalt eggjanúðlusalat með hnetukjúklingi
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s