Pestó og pasta

Það er gott að eiga góða nágranna! Á hæðinni fyrir ofan okkur býr hún Ulla, eldri dama sem hefur afskaplega gaman af hvers konar garðrækt og um daginn kom hún færandi hendi með kryddjurtir og kirsuberjatómata sem hún hefur sjálf ræktað á svölunum sínum í sumar. Svalirnar hennar eru reyndar nær því að vera stærðarinnar … Meira Pestó og pasta

Nektarínusulta

Eins frábært og sumarið er búið að vera þá verður það að segjast að það er pínu haustlegt hérna fyrir utan gluggann; bráðum fara sumarkjólarnir aftur inn í geymslu og vetrarjakkarnir koma fram, svona er þetta líf. En það þýðir líka að matseldin breytist. Súpur, pottréttir, kássur og allskonar haustgrænmeti fer að birtast á matseðlinum … Meira Nektarínusulta

Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Mér finnst eins og það sé komið of langt síðan ég birti síðast grænmetisuppskrift. Eins gott að bæta úr því! Í eldhúsinu mínu er alveg nauðsynlegt að elda og borða grænmetisrétti inn á milli. Ég veit ekki með ykkur, en þegar ég borða eldaða máltíð sem inniheldur ekki kjöt þá kemur allt öðruvísi seddutilfinning í … Meira Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Kjúklingasalat með grískri jógúrt

Það er ennþá sumarfílingur í eldhúsinu; kalt og fljótlegt er mottóið í matargerðinni flesta daga og engin nenna til að standa yfir pottunum í lengri tíma. Eitt af því sem er mjög sniðugt á litlu heimili (já og stórum reyndar líka), hvort sem er að sumri eða vetri, er að matreiða heilan kjúkling. Það er … Meira Kjúklingasalat með grískri jógúrt