Kjúklingasalat með grískri jógúrt

Það er ennþá sumarfílingur í eldhúsinu; kalt og fljótlegt er mottóið í matargerðinni flesta daga og engin nenna til að standa yfir pottunum í lengri tíma.

Eitt af því sem er mjög sniðugt á litlu heimili (já og stórum reyndar líka), hvort sem er að sumri eða vetri, er að matreiða heilan kjúkling. Það er einfalt að stinga honum bara inn í ofn og afgangar af honum nýtast vel og lengi í samlokur, salöt og hvað annað sem manni dettur í hug. Um daginn gerði ég þetta einmitt og gerði reyndar smá tilraun með kjúklinginn sem ég ætla að segja ykkur betur frá síðar! Á þriðja degi var ennþá eftir hellingur af kjöti svo ég ákvað að gera kjúklingasalat en langaði engan vegin í dæmigert mæjónessalat. Ég hafði keypt gríska jógúrt (til að nota í jógúrtís, það fáið þið líka að heyra meira um síðar!) og ákvað að prófa að nota hana í staðinn fyrir mæjónes. Útkoman var virkilega góð og þetta var borðað bæði eintómt, ofan á brauð og útá ferskt spínatsalat.

Samloka með kjúklingasalati
Samloka með kjúklingasalati
Allt tilbúið fyrir salatið
Allt tilbúið fyrir salatið

Kjúklingasalat með grískri jógúrt

3 dl grísk jógúrt
1 tsk þurrkað dill
1/2 tsk hvítlauksduft
salt og pipar eftir smekk

1 epli (frekar súrt)
1 lítill rauðlaukur
2 vorlaukar, græni hlutinn
50 g agúrka
50 g fetaostur í saltlegi
2 msk smátt skorinn graslaukur
200 g eldaður kjúklingur, skorinn í hæfilega bita

aðferð

  1. Hrærið saman gríska jógúrt, dill og hvítlauksduft og smakkið til með salti og pipar.
  2. Takið kjarnann úr eplinu og skerið það í bita.
  3. Skerið rauðlaukinn og vorlaukana smátt.
  4. Skerið agúrkuna langsum, fræhreinsið og skerið smátt.
  5. Stappið fetaostinn gróft með gaffli.
  6. Hrærið epli, rauðlauk, vorlauk, agúrku, fetaosti, graslauk og kjúklingi saman við kryddaða jógúrtina.

Tips og trikk

  • Athugið vel að hvítlauksduft er ekki það sama og hvítlaukssalt!
  • Það er frekar erfitt að bæta kryddum við eftir að búið er að hræra allt saman. Smakkið jógúrtina til áður en grænmetinu og kjúklingnum er hrært samanvið; notið meira af dilli og hvítlauk og jafnvel önnur krydd ef ykkur langar til. Athugið þó að það kemur pínu saltbragð með fetaostinum svo ekki salta of mikið.
  • Full uppskrift af þessu salati, miðað við gríska jógúrt með 10% fituinnihaldi, er um 800 kkal. Það er jafnframt próteinríkt og kolvetnasnautt.
Kjúklingasalat með grískri jógúrt
Kjúklingasalat með grískri jógúrt
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s