Nektarínusulta

Nektarínusulta
Nektarínusulta

Eins frábært og sumarið er búið að vera þá verður það að segjast að það er pínu haustlegt hérna fyrir utan gluggann; bráðum fara sumarkjólarnir aftur inn í geymslu og vetrarjakkarnir koma fram, svona er þetta líf.

En það þýðir líka að matseldin breytist. Súpur, pottréttir, kássur og allskonar haustgrænmeti fer að birtast á matseðlinum og þá auðvitað hérna líka. Haustið er auðvitað líka fyrirtaks sultugerðartími og frábært að fylla búrið af alls konar sultum og marmelaði fyrir veturinn. Á planinu er plómutínsla og afraksturinn úr henni ætla ég að nota í einhverja góða sultu og sitthvað fleira, eftir því hvað við finnum mikið af þeim, spennandi!

Fyrst ætla ég samt að deila með ykkur þessu dásamlega nektarínumarmelaði sem ég gerði um daginn og er komið í krukkur og upp í skáp. Það er í alvörunni alveg frábærlega gott og ég mæli með því að þið prófið þetta til dæmis á pönnukökur, sem millilag á tertu eða með góðum, mildum hvítmygluosti.

Nektarínusulta á frumstigum
Nektarínusulta á frumstigum

Nektarínusulta

1 kg nektarínur
1 1/2 dl sykur
1/2 dl vatn
1 1/2 msk möndlulíkjör (má sleppa)
1/4 vanillustöng

aðferð

  1. Afhýðið nektarínur og fjarlægið steininn úr þeim.
  2. Skerið aldinkjötið í grófa bita og setjið í pott ásamt helmingi af sykri, vatni, möndlulíkjör og vanillustöng (skafið fræin úr og sjóðið bæði fræ og sjálfa stöngina með).
  3. Látið suðuna koma upp á háum meðalhita, lækkið hitann og látið sjóða í rólegheitunum í 20-30 mínútur. Hrærið oft.
  4. Maukið blönduna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, þó þannig að það sé eitthvað af heilum bitum eftir.
  5. Bætið rest af sykri útí og látið sjóða í 15-20 mínútur til viðbótar við lágan hita. Hrærið oft.
  6. Fjarlægið vanillustöngina úr pottinum, látið kólna aðeins og setjið í glerkrukkur til geymslu.

Tips og trikk

  • Ég setti þessa sultu í glerkrukkur með gúmmíhring sem innsiglar, setti þær í vatnsbað og sauð í 10 mínútur. Þessi meðferð skilar hærra geymsluþoli en þegar maður setur þær bara í glerkrukku með skrúfuðu loki.
  • Það má vel nota ferskjur og jafnvel apríkósur í þessa uppskrift í staðinn fyrir nektarínurnar.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s