Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Það er alltaf gott að eiga góðar grænmetisuppskriftir og hér er ein í safnið! Blómkál er ein af uppáhalds grænmetistegundunum mínum og mér finnst alltaf jafn gott að kippa með mér einum blómkálshaus í búðinni og elda eitthvað gott úr honum. Blómkál er líka hitaeiningasnautt en ríkt af B og C vítamínum og öðrum snefilefnum. … Meira Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Sesamkjúklingur

Mér finnst virkilega gaman að prófa mig áfram í matargerð undir asískum áhrifum en geri mér alveg fullkomlega grein fyrir því að hér á vesturlöndum erum við oftast mjög langt frá því sem gæti talist vera ‘ekta’ matargerð á asíska vísu. Ég sá það til dæmis mjög skýrt þegar ég vann á asískum veitingastað í … Meira Sesamkjúklingur

Sætkartöflupizza

Játning: Mér finnst pizzur ekkert sérstakar. Það er nú samt kannski vegna þess að ég borða hvorki pepperóní né nautahakk og ‘neyðist’ þess vegna til að panta mér grænmetispizzu sem er yfirleitt hálf-hrátt grænmeti stráð í mis-vandaða tómatsósu og það finnst mér bara ekki góður matur. Ég veit að það eru fleiri grænmetisætur þarna úti … Meira Sætkartöflupizza

Molakaka með berjum

Mér finnst það sem heitir á ensku ‘crumb-cake’ vera alveg dásamleg snilld! Þetta er kaka í tveimur lögum og dregur nafn sitt af efra laginu sem gert er úr deigmolum sem verða gylltir og stökkir við baksturinn og skapa andstæðu við mjúkan botninn. Þess vegna hef ég ákveðið að kalla þessa köku ‘Molaköku’ í mínum … Meira Molakaka með berjum

Indversk-ættaður spínatkjúklingur

Ég fann einhvern tíma uppskrift að indverskum spínatkjúklingi á netinu en svo týndi ég henni aftur og þegar ég reyndi að rifja hana upp varð þessi uppskrift til. Ég ætla því ekki að ábyrgjast að þetta sé ekta indversk eldamennska en ég skal lofa ykkur bragðmiklum rétti sem ætti að hitta á réttu bragðlaukana! Þennan … Meira Indversk-ættaður spínatkjúklingur