Brownies með hnetusmjörskaramellu

Er ekki kominn tími á eina verulega djúsí?! Ég man eftir að hafa heyrt um brownies í amerískum sjónvarpsþáttum þegar ég var krakki en ég vissi svosem ekkert hvað það var. Svo þegar ég var komin til vits og ára rakst ég á uppskrift að alvöru brownies og uppgötvaði að þær voru bara ansi nálægt uppskrift sem mamma bakaði stundum og hét sveitaskúffukaka í hennar bókum. Sú kaka var reyndar krydduð með kanil, negul og öðru góðu og mín fyrsta tilraun til að gera brownies var að skipta bragðmiklu kryddunum út fyrir vanilludropa og kalla það brownies. Það var reyndar alls ekki alslæm uppskrift en í gegnum tíðina hef ég þróað brownies-uppskriftina mína upp í þessa hér, sem ég kalla gjarnan ‘I’m sorry brownies’ sem er stytting á fullu heiti en það útleggst á íslensku nokkurn vegin sem „fyrirgefðu mér hvað þú ert að fara að borða margar hitaeiningar“! Þessi er nefnilega ekkert léttmeti, það verður bara að segjast eins og er!

Ef ykkur vantar skotheldan eftirrétt fyrir matarboð eða eitthvað sem slær í gegn í kökuboðinu þá ættuð þið að prófa þessa.

Brownies með hnetusmjörskaramellu
Brownies með hnetusmjörskaramellu

Brownies með hnetusmjörskaramellu

(I’m sorry brownies)

100 g dökkt súkkulaði
150 g smjör
2 tsk vanilludropar
90 g hveiti
100 g sykur
80 g púðursykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 egg
100 g súkkulaðibitar (dropar eða saxað, dökkt súkkulaði)

karamella
2 msk hnetusmjör (ríflegar)
1 msk púðursykur
1 dós niðursoðin mjólk (condensed milk)

aðferð

 1. Setjið súkkulaði og smjör í hitaþolna skál og bræðið saman, annað hvort í potti eða í örbylgjuofni.
 2. Hrærið vanilludropa samanvið súkkulaðiblönduna og leggið til hliðar.
 3. Blandið hveiti, sykri, púðursykri, lyftidufti og salti saman í skál og hrærið eggin samanvið.
 4. Hrærið þvínæst súkkulaðiblöndunni samanvið og síðast súkkulaðibitunum.
 5. Hellið rétt rúmlega helmingi blöndunnar í smurt form.
 6. Útbúið karamelluna; byrjið á að setja hnetusmjör og púðursykur í pott og hitið við miðlungshita þar til sykurinn er farinn að bráðna.
 7. Hrærið niðursoðnu mjólkinni samanvið og hitið þar til blandan er farin að þykkna aðeins, en hún ætti ekki að sjóða.
 8. Hellið karamellunni yfir deigið í forminu og jafnið hana aðeins út (varlega samt svo hún blandist ekki saman við deigið, sjá mynd fyrir neðan).
 9. Notið stóra skeið eða ausu til að dreifa restinni af deiginu yfir karamelluna, reynið að dreifa aðeins úr henni en það er í lagi að það séu göt hér og þar.
 10. Bakið við 180°C í 20-25 mínútur, eða þar til tannstöngull sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp.

Tips og trikk

 • Formið mitt er 32×20 cm og smellpassar fyrir þessa köku.
 • Það má alveg sleppa karamellunni og baka bara venjulegar brownies.
 • Ég hef notað bæði gróft og fínt hnetusmjör í karamelluna, mér finnst ekki skipta öllu máli hvort er notað.
 • Ég mæli með því að þessi kaka sé skorin í mjög litla bita; a little goes a long way, eins og stendur einhvers staðar!

BrownieColl-

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s