Indversk-ættaður spínatkjúklingur

Ég fann einhvern tíma uppskrift að indverskum spínatkjúklingi á netinu en svo týndi ég henni aftur og þegar ég reyndi að rifja hana upp varð þessi uppskrift til. Ég ætla því ekki að ábyrgjast að þetta sé ekta indversk eldamennska en ég skal lofa ykkur bragðmiklum rétti sem ætti að hitta á réttu bragðlaukana!

Þennan eldaði ég núna um helgina þegar mágkona mín og svili kíktu í heimsókn hingað út til okkar og mæltist vel fyrir. Ég er nefnilega svo heppin að hafa fengið í kaupbæti með manninum mínum alveg yndislega tengdafjölskyldu og það var alveg frábært að hafa þau hérna hjá okkur eins og reyndar alltaf. Það er auðvitað eitt af því erfiðasta við að búa erlendis, að vera svona langt frá fjölskyldu og vinum en Danmörk er nú sem betur fer ekki svo langt í burtu svo við ferðumst reglulega til Íslands og fáum gesti að heiman og reynum þá auðvitað alltaf að gera vel við þá í mat og drykk! Þessi réttur hentar þó alveg jafn vel á hversdagsborðið með fjölskyldunni á góðu haustkvöldi.

Spínatkjúklingur
Indverskur spínatkjúklingur

Indverskur spínatkjúklingur

– fyrir 4

4 kjúklingabringur (ca. 7-800g)

olía til steikingar
3 kardimommufræ
3 negulnaglar
1/2 tsk kanill
1/2 tsk chiliduft eða cayenne pipar

sósa
1 laukur
2 hvítlauksrif
2 tsk engifer (mauk eða fínt rifinn ferskur engifer)
2 tsk karrý
1 tsk channa masala
1 tsk túrmerik
1 tsk cumin
1/2 tsk kanill
1/2 tsk malaður negull
1/2 tsk kardimommuduft
1/2 kjúklingateningur
2-3 lárviðarlauf
350 ml hakkaðir tómatar úr dós
salt eftir smekk

150 g ferskt spínat
1 dl hrein jógúrt

aðferð

 1. Skerið kjúklingabringurnar í  3-4 bita hverja.
 2. Hellið slettu af olíu á pönnu, kryddið með kardimommufræjum, negulnöglum, kanil og chili/cayenne pipar og stillið helluna á frekar háan hita.
 3. Steikið kjúklingabitana þar til þeir eru farnir að taka góðan lit en eru ekki eldaðir í gegn. Færið þá yfir á disk og leggið til hliðar.
 4. Lækkið hitann á hellunni, saxið lauk og hvítlauk frekar smátt og steikið án þess að brúna (bætið við olíu ef þess þarf).
 5. Hrærið engifer, karrý, channa masala, túrmerik, cumin, kanil, negul, kardimommu og kjúklingateningi saman við laukinn á pönnunni. Fjarlægið kardimommufræin og negulnaglana.
 6. Hrærið hökkuðu tómötunum útá pönnuna ásamt lárviðarlaufum og látið sjóða undir loki í 5 mínútur, smakkið til með salti.
 7. Bætið kjúklingabitunum útí og látið sjóða áfram undir loki þar til kjötið er eldað í gegn, ca. 10-15 mínútur.
 8. Skerið spínatið gróft, bætið því út á pönnuna án þess að hræra og setjið lokið á. Látið standa í nokkrar mínútur þar til spínatið er mjúkt, hrærið því þá saman við sósuna.
 9. Hrærið síðast jógúrtinni samanvið sósuna og fjarlægið lárviðarlaufin.

Tips og trikk

 • Berið fram með hrísgrjónum, raita sósu og naan brauði.
 • Channa Masala kryddblanda hefur t.d. fengist í Kosti. Ef hún reynist ekki fáanleg, sleppið henni þá og bætið við 1/2 tsk af karrý.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s