Molakaka með berjum

Molakaka
Molakaka

Mér finnst það sem heitir á ensku ‘crumb-cake’ vera alveg dásamleg snilld! Þetta er kaka í tveimur lögum og dregur nafn sitt af efra laginu sem gert er úr deigmolum sem verða gylltir og stökkir við baksturinn og skapa andstæðu við mjúkan botninn. Þess vegna hef ég ákveðið að kalla þessa köku ‘Molaköku’ í mínum bókum.

Í hefðbundnum útgáfum af þessari köku samanstendur hún bara af botninum og molunum ofaná en mér finnst hún vera frekar bragðdauf, þó hún sé vissulega góð. Til að bæta úr því bætti ég við lagi af blönduðum berjum á milli sem gefur smá úmpf og áferð en það má alveg sleppa því og bera fram ferska ávexti og rjóma með kökunni.

Molakaka
Molakaka

Molakaka með berjum

molar
65 g sykur
65 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
klípa af salti
115 g brætt smjör
200 g hveiti

kaka
1 dl hrein jógúrt
1 egg
1 eggjarauða
2 tsk vanilludropar
110 g hveiti
2 msk kornsterkja (t.d. kartöflu- eða maismjöl)
80 g sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
85 g lint smjör

300 g frosin berjablanda

aðferð

 1. Hitið ofninn í 160°C.
 2. Byrjið á því að gera moladeigið. Hrærið saman sykur, púðursykur, salt og smjör.
 3. Hrærið saman við og leggið til hliðar.
 4. Hrærið saman jógúrt, egg, eggjarauðu og vanillu.
 5. Takið fram aðra skál og blandið saman hveiti, kornsterkju, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti.
 6. Hrærið smjöri og helming af eggjablöndunni útí þurrefnin og blandið vel, hrærið svo restina af eggjablöndunni samanvið.
 7. Hellið deiginu í smurt, ferkantað form og dreifið frosnu berjunum yfir.
 8. Notið hendurnar til að mylja moladeigið niður og dreifið yfir berin.
 9. Bakið í 35-40 mínútur.
 10. Kælið og stráið flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Tips og trikk

 • Þessi uppskrift smellpassar í form sem er 32x20cm, reynið að nota form sem er sem næst því að flatarmáli.
 • Í staðinn fyrir blönduð ber er vel hægt að nota bara eina berjategund, t.d. bláber eða hindber.
Molakaka
Molakaka
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s