Sætkartöflupizza

Pizza-9687
Sætkartöflupizza með pestó og rucola

Játning: Mér finnst pizzur ekkert sérstakar. Það er nú samt kannski vegna þess að ég borða hvorki pepperóní né nautahakk og ‘neyðist’ þess vegna til að panta mér grænmetispizzu sem er yfirleitt hálf-hrátt grænmeti stráð í mis-vandaða tómatsósu og það finnst mér bara ekki góður matur. Ég veit að það eru fleiri grænmetisætur þarna úti sammála mér með þetta, er það ekki?!

Hins vegar má alveg breyta til og skapa nýjar hefðir og hér kemur hin nýja föstudagspizza grænmetisætunnar; burt með tómatsósuna, burt með hálf-hráan lauk og inn með bragð og áferð sem gleður frá munni ofan í maga!

Pizza

Sætkartöflupizza

botn
2 dl volgt vatn
2 tsk þurrger
1 msk hunang
3 msk ólífuolía (plús smá aukalega til að pensla)
350 g hveiti (plús 50-100 g aukalega til að hnoða)
2 tsk þurrkað oregano
1 1/2 tsk þurrkað basil
1 1/2 tsk salt
1 tsk hvítlauksduft

450 g sætar kartöflur
1 msk ólífuolía
1 tsk gróft salt
1/2 tsk pipar
1/2 tsk timjan

2 msk sólblómafræ
2-3 tsk sesamfræ
3-4 msk grænt pestó

300 g ferskur mozzarella ostur, skorinn í sneiðar

2 vorlaukar (græni hlutinn
2-3 góðar lúkufyllir rucula salat

aðferð

 1. Byrjið á því að gera botninn. Setjið volgt vatn í skál og hrærið gerið samanvið. Látið standa í 5 mínútur og hrærið þá hunangi og olíu útí.
 2. Hrærið saman hveiti, oregano, basil, salt og hvítlauksduft og blandið saman við vökvann.
 3. Sláið vel saman með sleif og hnoðið svo á hveitistráðu borði í 6-8 mínútur. Bætið við hveiti eftir þörfum þar til deigið hættir að loða við hendurnar.
 4. Hnoðið deigið saman í kúlu og setjið í skál, penslið með ólífuolíu og látið hefast á hlýjum stað í klukkustund.
 5. Hitið ofninn í 180°C.
 6. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar.
 7. Leggið álpappír á bökunarplötu eða í grunnt form og setjið sætkartöflusneiðarnar í.
 8. Dreifið ólífuolíu yfir kartöflurnar og kryddið með salti, pipar og timjan. Veltið kartöflusneiðunum um svo þær þekist vel með olíu og kryddum, reynið að raða þeim í formið þannig að þær liggi ekki í meira en tveimur lögum (helst bara einu).
 9. Bakið kartöflusneiðarnar í 7-10 mínútur, eða þar til sneiðarnar eru orðnar mjúkar en ekki farnar að taka lit. Takið þær út og hækkið ofninn í 200°C.
 10. Leggið fullhefað deigið á hveitistráð borð og fletjið út í það form sem ykkur hugnast best.
 11. Stráið sólblómafræjunum yfir botninn (mynd 1), þrýstið þeim aðeins niður til að festa og bakið botninn í 7-8 mínútur. Takið botninn út og hækkið í 215°C.
 12. Penslið brúnirnar með ólífuolíu og stráið sesamfræjum yfir.
 13. Smyrjið pestói yfir botninn (mynd 2), raðið sætkartöflusneiðunum yfir pestóið (mynd 3) og mozzarellaostinum efst (mynd 4).
 14. Bakið í 15-18 mínútur í miðjum ofni, eða þar til osturinn og kartöflurnar eru farin að taka lit.
 15. Takið pizzuna út úr ofninum og stráið rucula og smátt söxuðum vorlauk yfir, látið standa í nokkrar mínútur áður en hún er borin fram.

Tips og trikk

 • Ég mæli auðvitað sérstaklega með því að notað sé græna pestóið sem ég birti hérna um daginn en að sjálfsögðu má nota hvaða grænt pestó sem er (mér finnst grænt passa allra best með sætu kartöflunum).
 • Og að sjálfsögðu má alveg nota ykkar uppáhalds pizzabotn, þessi er samt alveg extra góður (að mínu mati), svona ef þið eruð ennþá að leita að uppáhalds pizzubotnsuppskriftinni ykkar! Ef þið notið annan botn, byrjið þið á lið 5 í leiðbeiningum og sleppið öllu sem hefur með botninn að gera.
 • Uppskriftin að botninum dugar í eina stóra pizzu eða tvær minni. Hráefni og leiðbeiningar miðast við eina stóra (myndirnar eru þó af pizzu sem gerð er úr helming af deiginu).
Sætkartöflupizza með pestó og rucola
Sætkartöflupizza með pestó og rucola
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s